<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 17, 2002

Úff, ég fer bráðum að hafa allt of mikið að gera! Hafði áhyggjur þegar ég neyddist til að vinna í lausamennsku að erfitt yrði að fá verkefni, en þegar ég byrjaði á einum stað hættir þeim ekki að rigna yfir mig.
Tók viðtal við Örn Arnarson sundkappa í dag sem mun birtast í VF á fimmtudaginn. Annað verkefni bíður mín þar líka sem ég hef ekki getað lokið því ég hef ekki náð í viðkomandi manneskju.
Svo þegar ég er rétt að ljúka við fræðsluritið um Rauða krossinn tekur við að skrifa heimasíðu um íslenska söfnunarkassa og semja texta um sögu Rauða kross Íslands á heimasíðuna þeirra. Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi spurði mig á e-maili hvort ég þyrfti nokkuð að hvíla mig yfir hátíðirnar. Ég hugsa að það sé bara rétt hjá honum!!
En auðvitað er ég ánægður að hafa nóg að gera´. Mér finnst það frábært og þrífst vel í slíku umhverfi...og ekki er verra að smá stress fylgi með!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?