<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 10, 2002

Jæja, þá er það framhaldið.
Þarf nú á eftir að klára þetta viðtal við sparisjóðsstjórann svo að ég geti sent ritstjóra Víkurfrétta, Páli Ketilssyni, greinina. Hún á að birtast í næsta tölublaði VF af því tilefni að SPH verður 100 ára nú í desember.
Rósa konan mín er nú í leikskólanum að hjálpa til við að búa til piparkökuhús. Ég bauðst til að koma með og hjálpa en var sleppt við það...ég fæ í staðinn að gera aðeins snyrtilegt hérna heima. Góð skipti, ekki satt?
Aldrei að vita nema að ég skrifi eitthvað meira seinna í kvöld...en nú vill dóttirinn fara að komast í barbíleikinn sinn.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?