<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 06, 2003

Bloggfall
Þetta er búin að vera dálítið löng fjarvera. Tímaleysi? Kannski....eða þreyta....mikil vinna....eitthvað bara.
Það hefur reyndar verið mikið að gera upp á síðkastið, sumt ánægjulegt og annað mjög ánægjulegt. Það ánægjulegasta er trúlega að taka þátt í að koma Ingibjörgu konunni hans tengdapabba á óvart með því að halda henni óvænt fimmtugsafmæli. Það er reyndar Vignir mágur minn sem á mestan heiðurinn af þessu en þetta var virkilega gaman, ekki hvað síst að sjá hvað hún var innilega glöð yfir þessu og átti innilega ekki von á þessu. Veislan var síðan hin skemmtilegasta...maður var ekki einu sinni þunnur daginn eftir!!

Liverpool
Þrátt fyrir úrslit gærdagsins ætla ég ekki að sleppa þessari umræðu núna. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, þ.e. þetta stór sigur United, þó að þeir hafi vissulega átt skilið að vinna leikinn. En að missa fyrirliðann útaf með rautt spjald á þriðju mínútu á Old Trafford og fá vítaspyrnu í ofanálag sem skorað var úr er nokkuð sem ég efast um að nokkurt lið geti komið sér út úr. Og samt vorum við ótrúlega nálægt því í fyrri hálfleik. Eftir að við fengum svo annað víti á okkur var þetta endanlega búið og ekkert skrítið að menn gæfust upp yfir þessu. Það sem fer svo í taugarnar á mér eru alls kyns vitleysingar sem kalla sig stuðningsmenn Liverpool sem eru að glotta yfir þessu tapi og segja að nú verði að fara að reka Houllier. Þessir svokölluðu stuðningsmenn eru ekki að sýna mikinn stuðning með svona háttalagi og ættu í raun bara að fara að halda með Everton eða einhverjum álíka ófögnuði. Þið afsakið stóru orðin, en þetta fór verulega í taugarnar á mér.

Boltafall
Það hefur ekki verið mikið um fína drætti í Sheffield Sunday frá þynkutímanum ógurlega fyrir hálflum mánuði. Heldur fámennt var í tímanum í síðustu viku, ég mætti einn og var ekki hress með að þurfa að fara í fýluferð frá Hafnarfirði. Í dag féll svo tími niður vegna móts í íþróttahúsinu. Maður er því búinn að vera hreyfingarlaus ansi lengi og spurning hvernig formið verður á manni eftir viku.

Vinnan
Brjáluð eins og venjulega. Viðtal við Halla í Botnleðju í dag, viðtal við franska stelpu í gær (sjá næsta blað :)) og myndataka á lokadögum íþróttaskóla FH og Hauka. Annars þetta venjulega, en jafnframt skemmtilega puð. Fengum m.a. bankarán að skrifa um sem virðist reyndar vera að upplýsast, fyrst og fremst vegna þess að ræninginn eyddi víst drjúgri stund daginn áður í að skoða aðstæður og það náðist líka á eftirlitsmyndavélunum! Minnir hálfpartinn á þegar nokkrir menn tóku sig til og rændu hraðbanka við Kennaraháskólann fyrir nokkrum árum. Allt var þaulskipulagt, lyftari var notaður við verknaðinn og þeir óku á brott með stútfullann hraðbanka. Ræningjarnir náðust síðan þar sem einn þeirra hafði notað debetkortið sitt til að komast inn að hraðbankanum. Stórskemmtilegt!
Nú er að sjá hvort maður geti gert þetta eitthvað reglulegar framvegis...ekki treysta því samt!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?