<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 11, 2003

Suðurnes

Mér er farið að leiðast á Suðurnesjum. Einn kollegi minn hér býr í Hafnarfirði og keyrir alltaf á milli á hverjum degi. Skil ekki hvernig hann fer að því. Ég væri orðinn brjálaður á því.

En eftir daginn í dag eru þetta tveir dagar í viðbót og svo er ég kominn í frí. Palli Ketils hefur að vísu nefnt það við mig að hann vildi nota mig á Suðurnesjunum þegar ég kæmi úr sumarbústaðnum en ég ætla að reyna að koma mér undan því. Nenni ekki að keyra hingað oftar en ég nauðsynlega þarf.

Stelpan farin

Í dag munu tendapabbi (Svarar) og konan hans (Ingibjörg) taka stelpuna með sér í sumarbústað í Borgarfirðinum og líklega verður hún þar fram á þriðjudag. Við ætlum að koma í heimsókn á sunnudag og líklega mun Rósa vera þar svo fram á þriðjudag en ég get ekkert gist vegna vinnunnar. Bömmer. En það ber hins vegar að hlakka til þess að Stella og Siggi, nágrannar mínir, ætla að halda brjálaða garðveislu í kvöld til að vígja garðinn, sem hefur verið tekinn rækilega í gegn hjá þeim. Vildi að maður hefði yfir sömu framtakssemi að ráða og þau. En þannig er það víst ekki.

Húsið

Það kom fólk að skoða húsið okkar í gær, sem hafði komið áður fyrir um mánuði síðan. Hugsanlegt að eitthvað tilboð komi út úr því þó að maður sé ekki að gera sér neinar sérstakar vonir um það. Maður gerði í raun ekki ráð fyrir því að neitt gerðist í þessum málum fyrr en í haust og það er bara algjör bónus ef eitthvað gerist fyrr. Maður bara vonar það besta.

Kewell, framhald

Maður er rétt að ná sér niður eftir komu Harry Kewell til Liverpool. Það stórkostlega er hins vegar að fylgjast með United-mönnunum og Arsenal-mönnunum á spjallborðinu á liverpool.is sem segjast núna aldrei hafa haft áhuga á honum hvort sem er. En Harry er bara Púllari og vildi leika með Liverpool þó að hann hefði fengið tilboð um hærri laun annars staðar. Og þetta segir mér það að hann muni leika með hjartanu og það skiptir gríðarlega máli. Það er allavega alveg ljóst að eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kem til Liverpool í ágúst er að kaupa treyju númer sjö með nafni Kewell á.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?