<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 10, 2003

Bloggfall

Jæja, loksins að maður nær að stinga niður penna. En ég get reyndar kennt blogger um þetta að hluta til því að hann neitaði að hleypa mér inn í bloggið mitt þegar ég ætlaði að uppfæra fyrir nokkrum dögum. Þetta fer að verða dálítið pirrandi.

Það minnisstæðasta sem gerst hefur frá síðustu uppfærslu er í sportinu. Góður sigur Liverpool á Everton, Íslandsmeistaratitill hjá KR-ingum og frábær leikur íslenska landsliðsins gegn Þjóðverjum. Maður getur ekki annað en brosað út að eyrum þegar gengur svona vel á þessum sviðum.

Svo verður skrifað undir kaupsamninginn á nýju íbúðinni á föstudaginn. Jibbí!!!!

DV í greiðslustöðvun

Ég las það á Moggavefnum í morgun að útgáfufélag DV hefur fengið þriggja vikna greiðslustöðvun. Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart því að blaðið hefur farið hríðversnandi síðustu mánuði. Umbúðirnar stækka og stækka og innihaldið minnkar og minnkar. Það var reyndar ekki við öðru að búast eftir allar þessa uppsagnir og brotthvarf Sigmundar Ernis, sem að mínu mati bætti blaðið verulega fyrst eftir að hann kom.

Mér finnst sorglegt sem gamall starfsmaður blaðsins að sjá hvað misvitrir stjórnendur geta gert við blað sem hafði alla möguleika á því að verða prýðisgott (og var í raun orðið það). Það sem er kaldhæðnislegt er að Fréttablaðið er í raun að ganga á sömu formúlunni og DV gekk á fyrir 2-3 árum með mjög góðum árangri (fyrir utan það að sportið í Fréttablaðinu en mun síðra en það var á DV). Fréttablaðið hefur unnið vel eftir þessari formúlu og fyrir utan sportið er blaðið orðið prýðisgott. En hjá DV þarf eitthvað verulega mikið að gerast til að það lifi...það er hrein hörmung að sjá blaðið núna.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?