<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 28, 2003

Undarleg íslensk náttúra

Í morgun sá ég í hnotskurn hvað íslensk náttúra getur verið undarleg. Þegar ég leit út um gluggann sá ég fólk vera að berjast við að berja klakahrönglum af bílnum hjá sér og þurfti greinilega að hafa nokkuð fyrir því. Ég sá því fram á töluverða baráttu við slíkt hið sama hjá mér áður en ég legði af stað í vinnuna. Þegar ég sagði Rósu af þessu bað hún mig vinsamlegast að fara út og setja bílinn í gang svo að þetta myndi nú bráðna af Toyotunni. Veit ekki betur en að það hafi tekist.

Þegar við Líf leggjum svo af stað á Twingoinum kom í ljós að ég þurfti lítið annað að gera en að skafa þetta af því það sem áður var klakahröngl var nú nánast orðið að slabbi. Það virðist því hafa snögghlýnað á þessum hálftíma sem leið þangað til ég sá nágranna mína í klakabaráttu þar til að ég fór út. Gott hjá íslenskri náttúru!

Helga Braga

Við Rósa fórum á föstudaginn ásamt tvennum öðrum hjónum að sjá 100 prósent hitt með Helgu Brögu. Ég mæli með því fyrir alla sem hafa gaman af skemmtilegum kynlífspælingum. Segi ekki meira!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?