<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Eftirblaðablogg

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir verður alltaf spennufall þegar blaði hefur verið skila. Þetta blað er engin undantekning. Það sem háir blaðinu mínu núna eru þrjár aðsendar greinar, sérstaklega þar sem tvær þeirra eru í lengri kantinum. Þar sem önnur þeirra fjallar um hitamál og hin er frá bæjarfulltrúa sem er að svara fullyrðingum þar sem honum finnst að sér vegið, lét ég það standa. En næsta blað verður að vera léttara.

Bæjarstjórnarfundir í Hafnarfirði...

...eru oft athyglisverðar samkundur. Fundurinn í gær stóð t.d. í tæpa fjóra tíma (með matarhléi) en samt voru engin sérstök átök um nein mál og flestir voru sammála um allt sem rætt var um. Það vantaði meira að segja Magnús Gunnarsson á fundinn en hann er sá sem hefur yfirleitt hvað mest að segja á fundunum. En það er greinilegt að menn þurfa ekki á hjálp hans að halda til að hafa bæjarstjórnarfundi langa.

Ég hef þó einhverra hluta vegna merkilega lúmskt gaman af þessum fundum...eða kannski er það frekar spjallið við þessa bæjarfulltrúa sem ég hef gaman af. Svo er alltaf svo gott að borða í Hafnarborg þegar er matarhlé!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?