<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 12, 2004

Helgin...

...var ofurróleg. Ekki einu sinni fótbolti, þar sem ég tognaði á ökklanum í tímanum á undan og er ennþá dálítið aumur í honum. Reikna þó með að ég verði orðinn góður í næsta tíma.

Horfði á Simpson og Idol á föstudaginn eins og við fjölskyldan gerum alltaf saman. Hef ekki mikið verið að lýsa mínum skoðunum á þessu hér en best að gera það núna...það var rétt ákvörðun tekin. Þó að Ardís hafi frábæra rödd vantar hana túlkunina. Ég sé hins vegar mikið eftir Tinnu Marínu úr þessari keppni, bæði vegna þess að miðað við frammistöðuna þá hefði Anna Katrín átt að fara og einnig af því að þegar Tinna söng lagið í seinna sinn var þetta miklu betra hjá henni. En ég held að það sé alveg ljóst að Kalli vinni þessa keppni, nema að hann klikki illa og Anna Katrín brilleri. Þó að Jón sé algjör sjarmör þá á hann ekki séns í þau tvö.

Laugardagurinn fór fyrst í að taka mynd af styrkhöfum afreksmannasjóðs Hafnarfjarðar, síðan var haldið á Players kl. 15 að horfa á Liverpool-Aston Villa, sem vannt nokkuð sannfærandi, og síðan aftur heim. Kvöldinu eytt í sjóvarpsgláp þó að sjónvarpið væri frekar leiðinlegt. Mér fannst Spaugstofuþátturinn á laugardag reyndar sá besti í margar vikur, en þessar heimsóknir Gísla Marteins á elliheimilið voru grátlega neyðarlegar og gamla fólkið virtist hálfpartinn ekki vita hvað það átti að gera. Mér leið eiginlega illa á meðan ég horfið á þetta, en einhverra hluta lét ég mig samt hafa það.

Í gær var svo íþróttamaður Garðabæjar, handbolti frá Hafnarfjarðarmótinu í 5. flokki og síðan kvennaleikur Hauka og Stjörnunnar myndaður.

Íbúðin í enn meiri rúst

Það var ekki nóg með að skipta þurfti um parketið. Í ljós kom að sökklarnir undir fataskápnum heima hjá mér eru ónýtir vegna vatnsskemmda. Þetta hefur valdið því að um helgina var mikill blásari í gangi í svefnherberginu til að ná rakanum burt, fötin okkar eru komin í ferðatöskur og fataskápurinn kominn á mitt gólf.

Mikið verð ég feginn þegar þetta verður allt saman búið.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?