<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Eurovision, taka 4

Jæja, þá tekur þessi yfirreið enda núna.

Þýskaland: Mér finnst þetta ekkert spes lag. Það er eins og lagið sé ekki ákveðið hvort það eigi að vera hægt eða hratt og svo virðist söngkonan ekki almennilega ráða við það. Þetta gerir varla miklar rósir.

Grikkland: Þessu lagi hefur verið spáð góðu gengi og það vissulega með réttu. Ég er nokkuð viss um að þetta nái langt. Hvort það vinni keppnina er ég ekki viss um en þetta verður örugglega ofarlega. Það fær í það minnsta tólf stig frá fleiri þjóðum en Kýpur!

Rússland: Ágætis popplag og gæti lent nokkuð ofarlega. Þokkafull söngkona minnkar í það minnsta ekki líkurnar á því. Ég segi að það endi á topp tíu.

Bosnía: Það er ánægjulegt að sjá að Bosníumenn geta sent eitthvað annað en hallærislega gamla karla í keppnina. Mér finnst þetta lag nefnilega nokkuð sigurstranglegt. Fjörugt og melódían nokkuð skemmtileg.

Frakkland: Eins og takturinn er fínn í laginu er laglínan sjálf ömurleg. Vissulega hefur ekki alltaf þurft flotta laglínu til að vinna þessa keppni en ég held að hún verði samt Frökkum að falli þetta árið. Lagið er bara ekki nógu grípandi af þessum sökum.

Jæja, þá er þessu lokið og maður getur loksins farið að tala um eitthvað annað :)

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?