<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 04, 2005

Orð fá ekki lýst...

...því hvernig mér leið eftir að flautað var til leiksloka í leiknum gegn Chelsea í gær. Í fyrsta sinn í 20 ár erum við komnir í úrslit meistaradeildarinnar. Mér hefði þótt ýmislegt til vinnandi að fara út á leikinn en því miður fengust ekki miðar til að fara með hópferð á leikinn, þar sem ég hefði verið fararstjóri.

En gleðin var engu að síður ósvikin þegar ljóst var að við værum komnir í úrslitaleikinn. Mér er alveg saman þó að Mourinho hafi sagt að betra liðið hafi tapað (sýnir bara að hann er hættur að kunna að tapa), að ekki sé alveg víst hvort að boltinn hafi farið inn fyrir línuna (hefði verið betra fyrir Chelsea ef þeir hefðu fengið á sig víti og Cech fengið rautt spjald?) og að Chelsea hafi pressað meira á okkur í seinni hálfleik. Það að Liverpool sé komið í þennan úrslitaleik er verðskuldað sama hvað hver segir og nú er bara að fara alla leið og taka þessa dollu. Ég held að við eigum góða möguleika á því saman hvort PSV eða Milan spili leikinn á móti okkur. Við erum búnir að ryðja stærri hindrunum úr vegi á leiðinni í úrslitaleikinn en þessum tveimur liðum.

Nú liggur næst við að spyrja: af hverju spilar Jamie Carragher ekki meira í landsliðinu? Ég held að hann sé búinn að sýna það að hann eigi fyllilega heima þar. Ég er kannski ekki að segja að hann eigi að fara fram fyrir John Terry og Sol Campbell í röðina en hann á klárlega að vera næsti maður á eftir. Annað væri skandall eftir það sem hann hefur sýnt.

Fótbolti

Í gærkvöldi var fótbolti eins og vanalega á þriðjudagskvöldum. Það sérstaka við þennan tíma var að mönnum var óvenju heitt í hamsi. Mitt lið komst í 6-2 og 9-7, en síðan þegar við skoruðum sigurmarkið var það haft af okkur á þann hátt sem Chelsea einum er lagið og við enduðum svo á því að tapa leiknum 10-9. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að hann tók nánast allan tímann og það var mikið barist. Gaman að því og allir auðvitað vinir að lokum.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?