<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 10, 2002

Jæja, best að fylgja tískunni og fara að byrja á þessu bloggi, þó að maður eigi í fyrsta lagi að vera að gera eitthvað allt annað og í öðru lagi að maður sjái hvort sem er ekkert fram á að vera að þessu reglulega. En það er svosem ekki eins og það taki mig svo langan tíma að skrifa nokkrar línur á dag....ég er hvort sem er alltaf í tölvunni.
En best að koma með nokkrar upplýsingar um mig.
Ég heiti Hallgrímur Indriðason og starfa sem blaðamaður. Mín síðasta fasta vinna var hjá DV, en þar var mér sagt upp störfum í vor og ég hætti þar í haust. Síðan þá hef ég starfað sjálfstætt, m.a. fyrir Grafarvogsblaðið og Morgunblaðið en er þessa stundina að vinna fyrir Rauða krossinn og Víkurfréttir. Ég er 28 ára gamall, giftur Rósu Lyng Svavarsdóttir og við eigum saman eina dóttur, Líf, sem er fjögurra ára gömul.
Þið eigið kannski eftir að komast að einhverju fleiru með auknum lestri...ef þið nennið ;)
Á maður ekki líka að segja eitthvað frá deginum í dag? Jæja...hélt áfram að vinna að verkefninu fyrir Rauða krossinn, sem er fræðslurit sem fjallar um Konur og stríð. Afar athyglisvert verkefni og nokkuð sem ég hef ekki fengist við áður en fær mann til að líta á þessi mál í dálítið öðru ljósi. Kl. 15 (fyrr en venjulega) sótti ég Líf því Rósa vildi greiða henni áður en hún færi í afmælið hans Þorkels vinar síns, sem var í dag.
Ég tók svo viðtal við sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafnarfjarðar fyrir VF.

Dagurinn er ekki búinn...meira síðar ;)

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?