<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 23, 2002

Jólin, jólin!!
Já, ég er búinn að vera í jólaskapi en nú hefur það endanlega sprungið út hjá mér. Líf er búin að skreyta jólatré hjá þremur ömmum í dag, Jói (sjá link til hliðar) var að koma til landsins og við horfðum saman á Liverpool-Everton í dag. Á morgun borðar maður svo skötu og þrífur gólfin heima.
En hvað er ég annars búinn að gera upp á síðkastið? Já, fimmtudagurinn fór í meiri vinnu, ég sendi uppkast af fræðsluritinu og fékk athugasemdir til baka sem ég er að vinna eftir. Veit ekki hvað ég geri mikið í því yfir hátíðarnar...manni langar til að liggja eitthvað í leti.
Við Rósa versluðum svo big time fyrir jólin á föstudagsmorguninn, sem er ekki í frásögur færandi nema að þegar við vorum búin að versla í Bónus í Smáranum ákváðum við að fara á McDonalds til að fá okkur að borða. Og ég verð að segja að ég veit ekki hvað í andsk... þessir íslensku rekstraraðilar halda að þeir séu! Big Mac Stjörnumáltíð á 749 krónur!!! Og það fyrir borgara sem nánast hverfur ofan í bakann sem hann kemur í. Það verður langt þangað til ég beini viðskiptum mínum aftur langað því þetta er algjört rán. Mætti ég þá heldur borgar 100 kalli meira og fá almennilegan borgara á American Style! Þar veit maður þó að maður er að borga meira fyrir alvöru gæði!
Laugardagurinn fór svo í meiri tiltekt auk þess sem þurfti að sinna nokkrum skynsömum einstaklingum sem vilja gefa félagsaðild að Liverpool-klúbbnum í jólagjöf. Þetta er orðið mjög vinsælt og þetta þyrfti að kynna betur. Um kvöldið fórum við Rósa síðan til Beglindar frænku minnar en hún er flutt í nýja íbúð í Árbænum. Þangað komu líka fleiri frænkur; Gunnhildur, Elín og Kolbrún, ásamt Siggu kærustunni hennar Elínar. Berglind bauð okkur semsagt í heitt kakó en við komum með bjór þar sem okkur þótti ósennilegt að verið væri að bjóða eingöngu upp á kakó á laugardagskvöldið. Það reyndist hins vegar vera eini tilgangurinn með boðinu en þó drukkur flestir bjórinn okkar af bestu lyst og kvöldið varð hið skemmtilegasta.
Í dag, sunnudag, var byrjað á fótbota á Seltjarnarnesinu sen verður einna helst minnst fyrir skrautlegt sjálfsmark Sveins H. Guðmarssonar í tíma sem var reyndar í heild frekar skrautlegur. Bíð ég spenntur eftir lýsingu Sveins á tímanum í blogginu sínu. Síðan hitti ég Jóa í Ölveri og við horfðum á Liverpool gera markalaust jafntefli í grannaslagnum gegn Everton. Það var auðvitað mikil barátta og læti en ekki mikið um áferðafallega knattspyrnu og í raun má segja að úrslitin hafi verið sanngjörn. Er samt enn að bíða eftir að sjá Liverpool vinna sig almennilega úr lægðinni með sannfærandi sigri. Vonandi kemur hann á annan í jólum gegn Blackburn.
En nú nálgast jólimn og hlakka ég mikið til þegar hangikjötslyktin fer að ilma um húsið á morgun...og ekki síður þegar annar matur verður snæddur yfir hátíðarnar.

Gleðileg jól!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?