<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 28, 2002

Síðasta boðið!!
Ahh...þvílík lukka. Síðasta jólaboðið afstaðið. Afkomendur ömmu og afa (móður megin) hittast alltaf milli jóla og nýárs og það boð var semsagt í kvöld. Meira át og meiri dans í kringum jólatréð (í þetta sinn var ég undirspilari þannig að ég dansaði ekki mikið!!) og svo situr maður núna og kýlir vömbina. Er reyndar að fara í afmælispartý á eftir sem enginn virðist vera í stuði til að fara í. Það verður eitthvað athyglisvert!!
Ég tók annars viðtal í dag við sendifulltrúa Rauða krossins í Eþíópíu. Þetta er gert að beiðni Rauða krossins sem vildi fá þessa hlið mála í fræðsluritið. Þar með vona ég að það fari að vera klappað og klárt. Ég er líka aðeins byrjaður að skrifa um Íslenska söfnunarkassa, en saga þess fyrirtækis er skemmtileg. Það er greinilegt að sú afstaða að þessir söfnunarkassar ýti undir spilafíkn er ekki ný af nálinni. Slík afstaða finnst mér alltaf hálf fyndin...það er aldrei talað um að eitthvað sé að fólkinu heldur er þetta allt tækjunum að kenna. Afar undarleg afstaða, sérstaklega þar sem ég efast um að þessir sömu menn hafi þá afstöðu að það eigi að banna neyslu á fitandi mat af því að hann getur orsakað offitu. Samt er þetta nákvæmlega samskonar hlutur. Alveg ótrúlegt!!!
Í gærkvöldi heimsótti ég svo Jón Heiðar félaga minn og Jói var þar einnig. Við drukkum bæði viskí og bjór í góðu yfirlæti til klukkan rúmlega hálf tvö og dóttir Jóns Heiðars, sem er tveggja ára, tók líka sinn þátt í gleðskapnum með klukkutíma söngatriði úr rúminu sínu. Afar skemmtilegt!!
Nú er maður svo farinn að setja sig í stellingar fyrir stórleikinn gegn Arsenal á morgun. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og held að nú muni Liverpool snúa við blaðinu. Ef ekki, þá getur liðið endanlega kysst allar meistaratitilsvonir bless og farið að einbeita sér að bikarkeppnunum og UEFA-keppninni.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?