miðvikudagur, desember 18, 2002
Sjónvarpsáhorfið á stundum hug minn allan. Sá þáttur sem ég missi aldrei af á þriðjudögum er Judging Amy á Skjá einum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir svona court room þætti og þó að þessir séu kannski ekki dæmigerðir slíkir þættir heldur sé skygnst meira inni í einkalíf persónanna þá kann ég það vel. Einhvern vegin hefur maður þó á tilfinningunni að dómarar séu ekki almennt eins frjálslyndir og Amy er í þessum þáttum en maður dáist alltaf að því hvernig hún fer að því að úrskurða þannig að eftir á liggur það í augum uppi að þetta var sanngjarnasta og besta leiðin.
Það er hins vegar greinilegt á öllu að jólin nálgast. Nú þarf ég t.d. að grafa upp aukaperu til að setja í seríuna sem er á handriðinu heima hjá mér. Skil ekki af hverju þessar perur geta ekki enst lengur. Liggur við að það borgi sig að henda þessum seríum eftir jólin og kaupa nýja fyrir næstu jól. Maður þarf stundum að hafa fyrir því að hafa jólalegt heima hjá sér!
Tókst ekki að ná í manneskjuna....VF verður víst að fylla plássið með einhverju öðru.
0 comments
Það er hins vegar greinilegt á öllu að jólin nálgast. Nú þarf ég t.d. að grafa upp aukaperu til að setja í seríuna sem er á handriðinu heima hjá mér. Skil ekki af hverju þessar perur geta ekki enst lengur. Liggur við að það borgi sig að henda þessum seríum eftir jólin og kaupa nýja fyrir næstu jól. Maður þarf stundum að hafa fyrir því að hafa jólalegt heima hjá sér!
Tókst ekki að ná í manneskjuna....VF verður víst að fylla plássið með einhverju öðru.