laugardagur, febrúar 15, 2003
Brjáluð helgi
Það er eins og allt þurfi að gerast þessa helgi...en aldrie þessu vant tengist fátt af því vinnunni. Þarf þó líklega að taka myndir af móti í fimmta flokki í handbolta, sem fer fram bæði að Ásvöllum og í Strandgötunni um helgina.
Hér sit ég einn, við það að fara að sofa en Rósa er á kennaradjammi. Hún hefði reyndar líka getað farið á Selfoss, þar sem hljómsveit Sigga nágranna míns, Fígúra, er að spila, en það var ákveðið að leggja ekki í það vegna veðurs. Svo er Heiða vinkona Rósu í heimsókn hjá okkur (er reyndar núna á djamminu með henni) og ætla að gista hjá okkur í nótt. Þær verða þá báðar þunnar heima á morgun sem þýðir að ég verð (reyndar ekki mikil pína) að fara einn með Líf í fimleika.
Jæja...svo er ég annað kvöld að bjóða báðum tengdafjölskyldum mínum í þorramat en ætla að sleppa snemma úr honum þar sem Stjáni Guð., sem er með mér í stjórn Liverpool-klúbbsins, hefur boðið okkur heim til sín, með því skilyrði að við komum ekki á bíl!! Sem þýðir afar skrautlegt Liverpool-djamm!!
Ofan á allt þetta þá bar Stebbi ritstjóri Grafarvogsblaðsins mig um að taka fyrir sig tvö viðtöl fyrir næsta blað. Annað þeirra mun ég líklega taka um helgina, við Pálma Gestsson leikara. Tók reyndar viðtal við Sigurð Sigurjónsson fyrir VF í haust þannig að ég get örugglega notað mikið af sömu spurningunum!
Gettu betur
Skrapp annars í Smáralindina í gær til að horfa á MR og Flensborg keppa í Gettu betur. Tilfinningin var hálf skrítin þar sem þetta voru annars vegar gamli skólinn minn og hins vegar skólinn í bæjarfélaginu sem ég á að hampa sem mest, og þar að auki ágætis strákar í liðinu. Ég ákvað því að gerast hlutlaus en viðureigin var frekar ójöfn. Ég að vísu krossbölvaði keppendum stundum fyrir að vita ekki augljósa hluti eins og að Eiríkur Hauksson hafi keppt fyrir Noreg í Eurovision. Mér skilst að MR sé ekki öruggt með sigurinn í ár og að sigurliðið úr næsta þætti, þ.e. MH og Versló, gæti skákað MR. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. En mér fannst Svenni félagi minn reyndar ná góðum ballans í spurningunum hjá sér. Verð þó að viðurkenna að ég var svekktur út í Loga Bergmann fyrir að kalla blaðið mitt Fjarðarpóstinn. En Flensborgarliðið á hrós skilið fyrir að leiðrétta þann misskilning!
0 comments
Það er eins og allt þurfi að gerast þessa helgi...en aldrie þessu vant tengist fátt af því vinnunni. Þarf þó líklega að taka myndir af móti í fimmta flokki í handbolta, sem fer fram bæði að Ásvöllum og í Strandgötunni um helgina.
Hér sit ég einn, við það að fara að sofa en Rósa er á kennaradjammi. Hún hefði reyndar líka getað farið á Selfoss, þar sem hljómsveit Sigga nágranna míns, Fígúra, er að spila, en það var ákveðið að leggja ekki í það vegna veðurs. Svo er Heiða vinkona Rósu í heimsókn hjá okkur (er reyndar núna á djamminu með henni) og ætla að gista hjá okkur í nótt. Þær verða þá báðar þunnar heima á morgun sem þýðir að ég verð (reyndar ekki mikil pína) að fara einn með Líf í fimleika.
Jæja...svo er ég annað kvöld að bjóða báðum tengdafjölskyldum mínum í þorramat en ætla að sleppa snemma úr honum þar sem Stjáni Guð., sem er með mér í stjórn Liverpool-klúbbsins, hefur boðið okkur heim til sín, með því skilyrði að við komum ekki á bíl!! Sem þýðir afar skrautlegt Liverpool-djamm!!
Ofan á allt þetta þá bar Stebbi ritstjóri Grafarvogsblaðsins mig um að taka fyrir sig tvö viðtöl fyrir næsta blað. Annað þeirra mun ég líklega taka um helgina, við Pálma Gestsson leikara. Tók reyndar viðtal við Sigurð Sigurjónsson fyrir VF í haust þannig að ég get örugglega notað mikið af sömu spurningunum!
Gettu betur
Skrapp annars í Smáralindina í gær til að horfa á MR og Flensborg keppa í Gettu betur. Tilfinningin var hálf skrítin þar sem þetta voru annars vegar gamli skólinn minn og hins vegar skólinn í bæjarfélaginu sem ég á að hampa sem mest, og þar að auki ágætis strákar í liðinu. Ég ákvað því að gerast hlutlaus en viðureigin var frekar ójöfn. Ég að vísu krossbölvaði keppendum stundum fyrir að vita ekki augljósa hluti eins og að Eiríkur Hauksson hafi keppt fyrir Noreg í Eurovision. Mér skilst að MR sé ekki öruggt með sigurinn í ár og að sigurliðið úr næsta þætti, þ.e. MH og Versló, gæti skákað MR. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. En mér fannst Svenni félagi minn reyndar ná góðum ballans í spurningunum hjá sér. Verð þó að viðurkenna að ég var svekktur út í Loga Bergmann fyrir að kalla blaðið mitt Fjarðarpóstinn. En Flensborgarliðið á hrós skilið fyrir að leiðrétta þann misskilning!