<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 28, 2003

Pólitík
Það er gaman að skrifa í Hafnarfjarðarblað þegar það er hasar í pólitíkinni þar. Og nú er komið nýtt hitamál...framkvæmdaféð, eða hugsanlega framkvæmdaféð, sem Lúðvík ætlar að leggja í til að flýta framkvæmdum svo að hann fái þær á betra verði en þegar þensla verður í atvinnulífinu eftir að virkjanaframkvæmdir byrja. Það sniðuga er að þetta eru framkvæmdir sem Sjálfstæðismenn voru búnir að leggja til fyrr í vetur að yrði farið í, en það var fellt af Samfylkingunni! Reyndar segir Lúlli að það hafi verið af því að Sjálfstæðismenn vildu setja það í einkaframkvæmd, en það er leið sem hugnast ekki Sjálfstæðismönnum. Það verður mjög gaman þegar þetta verður rætt á næsta bæjarstjórnarfundi. Jíhaaa!!!

Dagurinn í dag
...hefur annars farið í mjúk mál. Ég hef verið að skrifa um styrk frá krökkum í Áslandsskóla til Regnbogabarna, nýjar leiguíbúðir fyrir aldraða við Hrafnistu og fjölgun leikskólaplássa auk þess sem að framan er greint. Frekar mjúk mál allt saman (fyrir utan pólitíkina). Verð að leita að einhverju harðara eftir helgi!!

Liverpool
Horfði á Liverpool slá út Auxerre í Evrópukeppni félagsliða. Fyrri hálfleikurinn ömurlegur, sá seinni mun betri. Houllier fær prik fyrir taktískar breytingar. Traore var svo svakalegur í vinstri bakverðinum að það er engu lagi líkt, strákgreyið er mjög góður miðvörður en alls enginn bakvörður. Það var rosalegt að sjá hvernig Alan Hansen og Mark Lawrenson tóku hann í gegn á BBC þegar þeir sýndu í fyrsta lagi að Traore var yfirleitt að senda boltann oftar á mótherja en samherja og síðan þegar þetta var orðið svo slæmt að Steven Gerrard var farinn að sækja boltann á svæðið hans Traore til að dreifa honum. Þetta gjörbreyttist eftir að Smicer kom inná fyrir Traore og fór yfir á vinstri kantinn en Riise var færður í bakvörðinn. Brilliant skipting, Smicer var frábær í leiknum og ógnin varð mun meiri sóknarlega þarna megin. Owen tók svo markið sitt frábærlega og Murphy gerði skondið mark hjá markmanni sem virkaði alls ekki sérstaklega cool þegar hann reyndi að verja skotið.
Nú er maður semsagt orðinn verulega spenntur fyrir sunnudeginum. Það myndi svo innilega gefa liðinu byr undir báða vængi að ná að vinna þennan titil, og það gegn Man. Utd.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?