<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 10, 2003

Fríðindi
Það fylgja blaðamannastarfinu endalaus fríðindi og maður fær séns á að prófa ýmislegt. Kollegar mínir á blaðinu voru t.d. grænir af öfund þegar ég fékk að smakka smá sýnishorn af matnum á Shalimar, nýja indverska veitingastaðnum sem nú er búinn að opna í miðbæ Hafnarfjarðar (reyndar ekki nýr, því hann er búinn að vera í Austurstræti í tvö ár).
Stundum brestur manni þó kjark til að nýta sér þessi fríðindi og það var einmitt það sem gerðist í dag. Ég skrapp í Garðabæinn til að taka myndir af gókartbraut sem verið var að taka í notkun á föstudaginn. Og var spurður hvort ég vildi ekki taka einn hring. Ég ákvað að gera það ekki, hef aldrei stigið upp í svona farartæki áður og var hreinlega hræddur um að missa stjórn á öllu saman. Ég hefði sennilega átt að þiggja þetta tækifæri, enda hefði ég þá verið aleinn á brautinni og enginn verið viðstaddur til að hlæja að manni, nema náttúrulega brautareigandinn. En það er of seint að sjá eftir því núna.

Hefðbundið
Annars var dagurinn hefðbundinn. Þó þurfti að setja extra trukk í hlutina núna, þar sem fer að nálgast lokavinnslu blaðsins. Það verður annasamt hjá mér í fyrramálið, tek a.m.k. tvö viðtöl og svo er það Árni Matt eftir hádegið. Þriðjudagarnir eru alltaf stress-dagar hjá mér og maður er alltaf dálítið feginn þegar það eru ekki bæjarstjórnarfundir.

Ég hef samt sett mér það markmið að sitja heilan bæjarstjórnarfund og einhvern tíman skal mér takast það. Út af lúðrasveitarstússi gat ég lítið setið síðasta fund en ég frétti svo seinna að menn hefðu verið að blaðra til hálf þrjú um nóttina. Þetta sýnir enn frekar að ég verð að ná að sitja heilan fund til að sjá um hvað í ósköpunum menn geta talað svona lengi!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?