mánudagur, mars 10, 2003
Fyrst af öllu...argh!!!!!!
Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:
Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
Ég bara trúi þessu ekki!! Ég er ekki svona mikið á móti öllu!!!!
Löngu tímabært blogg
Enn ein bloggeyða leit dagsins ljós. Ég er ekki einu sinni búinn að fagna sigrinum í deildarbikarnum á blogginu. Þetta er náttúrulega algjör skandall. En ég geri það þá hér með. "JAAAAAAAAAAAAAAHÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!"
Þetta var svo innilega verðaskuldaður sigur og fagnaðarlætin voru ólýsanleg. Mjög fallegt af liðinu að fullkomna árshátíðarhelgi íslenskra púllara svona. Dásamlegt!
Ritdeila við samkeppnisaðilann
Samkeppnisaðilinn minn í Fjarðarpóstinum virðist endanlega vera að missa það. Nú skrifaði hann frétt um okkur í blaðinu sínu þar sem hann sagði að blaðið væri á hröðu undanhaldi. Það var því sérstaklega skemmtilegt að blaðið hafi stækkað um átta síður þennan sama dag, þ.e. upp í 24 síður. Hann virðist ekki geta höndlað það að okkur sé í raun og veru að ganga vel á svæði þar sem hann hefur haft einokun lengi. Og hann virðist heldur ekki átta sig á því að svona tilburðir eru bara verstir fyrir hann sjálfan. En að öðru leyti vísa ég í svarið frá okkur á blaðinu á vefnum okkar, vf.is. Það er hægt að lesa hér.
Annasöm helgi
Það vill stundum vera mikið að gera um helgar í þessu djobbi og þessi helgi var engin undantekning. Á föstudagskvöldið var það bjórkvöld hjá Lions (þar sem stigavörðurinn í Gettu betur fór á kostum sem veislustýra) og Samfésball þar sem stuðið var endalaust. Í gær var ég svo að mynda afhjúpun lágmyndar af Bjarna Snæbjörnssyni, fyrsta heiðursborgara Hafnarfjarðar, og hefði reyndar getað verið á tveimur stöðum í viðbót en varð að spila á afmælistónleikum Lúðrasveitar verkalýðsins í staðinn. Um kvöldið var svo mynduð árshátíð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Í dag var svo myndataka af bikarúrslitaleik 10. flokks kvenna í körfuknattleiks, þar sem Haukar unnu yfirburðasigur, og svo önnur myndataka af Hafnarfjarðarslagnum í handbolta, þar sem einnig var yfirburðasigur hjá Haukunum. Um kvöldið var svo tekið viðtal við þjálfara Hauka í körfubolta karla, en það lið hefur komið mjög á óvart og endaði í þriðja sæti í deildinni. Svona getur þetta stundum verið. Og svo verður tekið viðtal við Árna Matt á þriðjudaginn fyrir blaðið á fimmtudaginn. Þetta verður semsagt massívt blað á fimmtudaginn.
Góðar viðtökur
Svo að ég haldi nú áfram að tala um vinnuna þá er hún að verða sífellt skemmtilegri, ekki hvað síst vegna frábærra viðbragða sem ég er búinn að fá. Þegar ég var t.d. að taka myndir um helgina í þessum partýjum og sagði hvaðan ég væri var ég alltaf ausinn lofi yfir því hvað blaðið væri gott og meira að segja sagði ein að hún byði spennt eftir því á hverjum fimmtudegi. Það er alltaf hrikalega gott að heyra svona lagað (þó að það sé sagt í ölæði) og hvetur mann virkilega áfram.
Ég vona svo bara að ég láti ekki svona langan tíma líða aftur þangað til ég blogga næst.
0 comments
Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:
Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
Ég bara trúi þessu ekki!! Ég er ekki svona mikið á móti öllu!!!!
Löngu tímabært blogg
Enn ein bloggeyða leit dagsins ljós. Ég er ekki einu sinni búinn að fagna sigrinum í deildarbikarnum á blogginu. Þetta er náttúrulega algjör skandall. En ég geri það þá hér með. "JAAAAAAAAAAAAAAHÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!"
Þetta var svo innilega verðaskuldaður sigur og fagnaðarlætin voru ólýsanleg. Mjög fallegt af liðinu að fullkomna árshátíðarhelgi íslenskra púllara svona. Dásamlegt!
Ritdeila við samkeppnisaðilann
Samkeppnisaðilinn minn í Fjarðarpóstinum virðist endanlega vera að missa það. Nú skrifaði hann frétt um okkur í blaðinu sínu þar sem hann sagði að blaðið væri á hröðu undanhaldi. Það var því sérstaklega skemmtilegt að blaðið hafi stækkað um átta síður þennan sama dag, þ.e. upp í 24 síður. Hann virðist ekki geta höndlað það að okkur sé í raun og veru að ganga vel á svæði þar sem hann hefur haft einokun lengi. Og hann virðist heldur ekki átta sig á því að svona tilburðir eru bara verstir fyrir hann sjálfan. En að öðru leyti vísa ég í svarið frá okkur á blaðinu á vefnum okkar, vf.is. Það er hægt að lesa hér.
Annasöm helgi
Það vill stundum vera mikið að gera um helgar í þessu djobbi og þessi helgi var engin undantekning. Á föstudagskvöldið var það bjórkvöld hjá Lions (þar sem stigavörðurinn í Gettu betur fór á kostum sem veislustýra) og Samfésball þar sem stuðið var endalaust. Í gær var ég svo að mynda afhjúpun lágmyndar af Bjarna Snæbjörnssyni, fyrsta heiðursborgara Hafnarfjarðar, og hefði reyndar getað verið á tveimur stöðum í viðbót en varð að spila á afmælistónleikum Lúðrasveitar verkalýðsins í staðinn. Um kvöldið var svo mynduð árshátíð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Í dag var svo myndataka af bikarúrslitaleik 10. flokks kvenna í körfuknattleiks, þar sem Haukar unnu yfirburðasigur, og svo önnur myndataka af Hafnarfjarðarslagnum í handbolta, þar sem einnig var yfirburðasigur hjá Haukunum. Um kvöldið var svo tekið viðtal við þjálfara Hauka í körfubolta karla, en það lið hefur komið mjög á óvart og endaði í þriðja sæti í deildinni. Svona getur þetta stundum verið. Og svo verður tekið viðtal við Árna Matt á þriðjudaginn fyrir blaðið á fimmtudaginn. Þetta verður semsagt massívt blað á fimmtudaginn.
Góðar viðtökur
Svo að ég haldi nú áfram að tala um vinnuna þá er hún að verða sífellt skemmtilegri, ekki hvað síst vegna frábærra viðbragða sem ég er búinn að fá. Þegar ég var t.d. að taka myndir um helgina í þessum partýjum og sagði hvaðan ég væri var ég alltaf ausinn lofi yfir því hvað blaðið væri gott og meira að segja sagði ein að hún byði spennt eftir því á hverjum fimmtudegi. Það er alltaf hrikalega gott að heyra svona lagað (þó að það sé sagt í ölæði) og hvetur mann virkilega áfram.
Ég vona svo bara að ég láti ekki svona langan tíma líða aftur þangað til ég blogga næst.