<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 12, 2003

Að loknu blaði
Það er, eins og ég hef komið inná áður, hálfgerður föstudagsfílingur í manni þegar blað klárast. Blaðið á morgun verður því miður bara 16 síður en það einkennilega er að 16 síðna blað hefur reynst mér erfiðara í vinnslu en 24 síðna blað. Ég þurfti t.d. að geyma töluvert af efni sem ég hefði gjarnan viljað hafa inni, svosem vinnudagur Regnbogabarna, árshátíð Björgunarsveita Hafnarfjarðar og bjórkvöld hjá Lions. En það bíður bara næsta blaðs...ef það kemst þangað. Ég náði allavega inn Vakningardögum Flensborgar inn.

Í blaðinu á morgun verður annars langt og ítarlegt viðtal við Árna Mathiesen. Ég bíð spenntur eftir viðbrögðum við því þar sem hann skýtur nokkuð fast á núverandi bæjarstjórn.

Celtic-upphitun
Það er stórleikur framundan á morgun, gegn Celtic í UEFA-keppninni. Hörkuleikur og ég dauðöfunda þá sem eru að fara út að sjá heimaleikinn eftir viku. Hefði svo gjarnan viljað fara þessa ferð. En það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta gengur. Þessir leikir verða örugglega gríðarlegir baráttuleikir og einhverjar tæklingar eiga örugglega eftir að fljúga. Bíð mjög spenntur!

Tímarit Fréttablaðsins
Las í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu ætlað sér að gefa út tímarit með hverju föstudagsblaði. Það hlýtur eitthvað að láta undan í þessari útgáfusprengingu, menn geta ekki tekið endalaust við. Þetta gerir einnig öðrum útgáfum erfitt fyrir því þær verða þá að lækka sig í auglýsingaverði. Þetta getur einfaldlega ekki haldið svona áfram og ég held að Fréttablaðinu væri nær að efla laugardagsblaðið sitt frekar en að fara út í þetta. En við sjáum hvað setur.

Hið falska flagg
Sá að Fjarðarpósturinn, sem kemur út á morgun, er að gefa það í skyn að aðsend grein sem birtist í VF í síðustu viku væri ekki aðsend. Hann verður að eiga það við sig að hann skuli halda það.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?