<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 15, 2003

Viðbrögð
Var í sambandi við Örvar Gröndal, sem "hitt blaðið sem enginn man hvað heitir", eins og Sævar Flensborgarspurningaliðsmaður orðaði svo skemmtilega, segir að sé ekki til. Nú verður ritstýri þess blaðs aldeilis hissa!

Viðtalið við Árna Mathiesen fékk þau viðbrögð sem ég hafði vonast eftir. Guðmundur Árni vildi verða næstur, enda stóð það alltaf til. Tók viðtal við hann í dag sem birtist á fimmtudaginn. Það er óhætt að segja að Árna Matt sé svarað þar fullum hálsi.

Verkefni
Ég hef verið dálítið mikið í viðtölum síðustu tvo daga og því lítill tími gefist til fréttaöflunar, þó að ég eigi örugglega eftir að fylla blaðið af fréttum á mánudag og þriðjudag. En samt pirrandi þegar tíminn fer einhvern veginn þannig að maður getur ekki gert það sem maður ætlar sér að gera út af einhverju öðru sem einhverjum öðrum finnst vera mikilvægara. Ef þið hafið enga hugmynd um hvað ég er að bulla, ekki örvænta. Ég veit það varla sjálfur.

Hafnarfjörður
Ég hætti aldrei að vera hissa á því hvað er margt merkilegt að gerast í þessum bæ. Maður er hreinlega gáttaður og alltaf á maður við það ánægjulega vandamál að stríða að vera með alltof mikið efni til að fjalla um. Helgin hjá mér fer einmitt mikið í slíkt efni. Dásamlegt...þó að fjölskyldan líði kannski pínulítið fyrir það. En bara pínulítið.

Körfuboltinn og fótboltinn
Sá í kvöld dramatískan endi á leik Hauka og Tindastóls. Cookie skoraði sigurkörfuna, þriggja stiga körfu á lokasekúndunum og allt varð vitlaust. Var mjög gaman að vera eini ljósmyndarinn á svæðinu þegar þetta gerðist!! Mjög ánægðulegt fyrir Haukana, og ekki hvað síst vegna þess að það mætti töluvert af fólki á leikinn. Ég vona að ég eigi einhvern þátt í því.
Það var líka gaman í gærkvöldi þegar ég fylgdist með slag Celtic og Liverpool. Sem var reyndar ekki mikill slagur því leikurinn var mjög prúðmannlega leikinn. Úrslitin voru líka góð og ég var mjög sáttur við leik minna manna fyrir utan hræðilegt fyrsta korter. En þetta ætti að vera fínt veganesti í seinni leikinn. Öfunda mikið þá sem eru að fara á hann...bwahh!!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?