fimmtudagur, apríl 10, 2003
Puð framundan
Og það er ekki ofsögum sagt. Fyrst þarf ég að klára blað fyrir mánudagskvöldið og síðan þarf að koma út blaði á föstudeginum eftir páska. Jíhaa!!! Bullandi vinna hjá mér framundan semsagt. En til hvers er maður í þessu ef ekki til að upplifa smástress?
Handboltinn
FH-ingar úr leik, voru rassskelltir af Valsmönnum. Átti von á þeim sterkari miðað við á hvaða skrið þeir voru komnir í deildinni. Þar fór vonin um Hafnarfjarðarslag í úrslitum. Haukarnir náðu hins vegar að knýja fram oddaleik eftir framlengdan leik við Fram og fyrst þeim tókst það þá komast þeir áfram, Haukar tapa ekki tvisvar í röð að Ásvöllum. En það verður erfitt fyrir þá að spila við KA í næstu umferð sem verða úthvíldir eftir að hafa tekið HK í tveimur leikjum. En þetta verður spennandi.
Vinstri grænir
Merkilegt að sá flokkur sem virðist hafa sig mest í frammi með kynningu á sér í blaðinu hjá mér eru vinstri grænir. Ég sendi öllum stjórnmálaflokkum ákall í dag um aðsendar kosningagreinar og er VG þeir einu sem hafa svarað mér og sagt að von sé á einhverju frá þeim. Síðan kíkti ég reyndar á kosningaskrifstofuna þeirra í Hafnarfirði sem þeir voru að opna í dag og notaði svo tækifærið til að taka pólitískt viðtal við Þóreyju Eddu. Það var gaman að tala við hana um pólitík og það væri vissulega athyglisvert ef að hún kæmist á þing, þó að það sé frekar ólíklegt eins og staðan er núna. En ég bíð eftir að aðrir flokkar fari að taka við sér, þó að Frjálslyndir hafi að vísu sent inn eina grein.
Spurningkeppni fjölmiðlanna
Maður er nú farinn að setja sig í stellingar fyrr spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana, en ég og Jói blaðamaður á Víkurfréttum munum keppa þar fyrir hönd Víkurfrétta. Þetta verður í þriðja sinn sem ég tek þátt í keppninni, ég tók fyrst þátt fyrir Bændablaðið fyrir tveimur árum og þá duttum við út í fyrstu umferð og svo aftur með DV í fyrra þar sem við komumst í aðra umferð en duttum þar út fyrir Viltu vinna milljón, sem síðan vann keppnina. Spurning hvernig okkur á eftir að ganga núna...ég bíð allavega spenntur.
0 comments
Og það er ekki ofsögum sagt. Fyrst þarf ég að klára blað fyrir mánudagskvöldið og síðan þarf að koma út blaði á föstudeginum eftir páska. Jíhaa!!! Bullandi vinna hjá mér framundan semsagt. En til hvers er maður í þessu ef ekki til að upplifa smástress?
Handboltinn
FH-ingar úr leik, voru rassskelltir af Valsmönnum. Átti von á þeim sterkari miðað við á hvaða skrið þeir voru komnir í deildinni. Þar fór vonin um Hafnarfjarðarslag í úrslitum. Haukarnir náðu hins vegar að knýja fram oddaleik eftir framlengdan leik við Fram og fyrst þeim tókst það þá komast þeir áfram, Haukar tapa ekki tvisvar í röð að Ásvöllum. En það verður erfitt fyrir þá að spila við KA í næstu umferð sem verða úthvíldir eftir að hafa tekið HK í tveimur leikjum. En þetta verður spennandi.
Vinstri grænir
Merkilegt að sá flokkur sem virðist hafa sig mest í frammi með kynningu á sér í blaðinu hjá mér eru vinstri grænir. Ég sendi öllum stjórnmálaflokkum ákall í dag um aðsendar kosningagreinar og er VG þeir einu sem hafa svarað mér og sagt að von sé á einhverju frá þeim. Síðan kíkti ég reyndar á kosningaskrifstofuna þeirra í Hafnarfirði sem þeir voru að opna í dag og notaði svo tækifærið til að taka pólitískt viðtal við Þóreyju Eddu. Það var gaman að tala við hana um pólitík og það væri vissulega athyglisvert ef að hún kæmist á þing, þó að það sé frekar ólíklegt eins og staðan er núna. En ég bíð eftir að aðrir flokkar fari að taka við sér, þó að Frjálslyndir hafi að vísu sent inn eina grein.
Spurningkeppni fjölmiðlanna
Maður er nú farinn að setja sig í stellingar fyrr spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana, en ég og Jói blaðamaður á Víkurfréttum munum keppa þar fyrir hönd Víkurfrétta. Þetta verður í þriðja sinn sem ég tek þátt í keppninni, ég tók fyrst þátt fyrir Bændablaðið fyrir tveimur árum og þá duttum við út í fyrstu umferð og svo aftur með DV í fyrra þar sem við komumst í aðra umferð en duttum þar út fyrir Viltu vinna milljón, sem síðan vann keppnina. Spurning hvernig okkur á eftir að ganga núna...ég bíð allavega spenntur.