<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 07, 2003

Snöggur
Sko mig. Nú líður ekki sólarhringur á milli færslna. Ótrúlegt. En kannski er þetta af því að Rósa ákvað að fara í bíó, fyrst ég tók upp á því að vera heima að kvöldi til!
Manni finnst þetta annars alltaf jafn merkilegt með þetta blessaða blað. Þegar föstudagurinn er búinn er maður með áhyggjur yfir því að hafa ekki nóg efni, en þegar mánudagurinn er búinn hefur maður áhyggjur a fþví að koma ekki öllu efninu fyrir sem maður þyrfti að koma fyrir. Þannig var þetta allavega í dag. Á morgun verð ég í standandi vandræðum með að púsla öllu efninu inn í blaðið.
Fór að mynda hús í Garðabæ þar sem sprenging hafði orðið. Þar var reyndar lítið annað að sjá en lögreglulínu sem mátti ekki fara yfir þannig að ég veit ekki hversu nothæf sú mynd verður. Svo var ég í óða önn að skrifa viðtalið við frönsku stelpuna og síðan að byrja að setja upp blaðið. Botnleðjuviðtalið verður sennilega að bíða næsta blaðs...þó veit maður aldrei.

Kókosbollur
Þessu merkilega fyrirbæri kynntist ég á ný í dag og það var auðvitað dæmi um það hversu líkt við hjónin eigum það til að hugsa. Ég kem heim í hádeginu eins og ég geri gjarnan, opna einn skápinn og við blasir kókosbolla í pakka. Þar var aðeins ein bolla eftir af fjórum sem höfðu verið í pakkanum einhvern tíman. Mig fer samstundis að langa í þetta, stenst ekki freistinguna og fæ mér hana í eftirmat. Seinna um daginn þegar ég tala við Rósu lýsir hún því yfir að hún hafi verið hálf sár út í mig því að hún hafi verið að hugsa um þessa kókosbollu í allan dag en síðan gripið í tómt þegar hún ætlaði að gæða sér á henni. Það er allavega nokkuð ljóst að næstu vikurnar getur hún keypt kókosbollur í friði fyrir mér...ég get ekki étið þetta nema með löngu millibili. Ótrúlegt hvernig maður getur fengið margra vikna skammt af einhverju svona. Þetta er svipað með kókosbollur og bjúgu...maður getur ekki borðað þetta nema á nokkra vikna fresti.

Sumafrí
Ég fæ reyndar ekki langt frí í sumar, en vika er þó betra en ekkert. Erum að reyna að fá sumarbústað leigðan einhvern tíman í sumar en það ætlar ekki að reynast auðvelt, í það minnsta ekki bústað með heitum potti. Rósa sótti um hjá kennurum en við erum ekki sérstaklega bjartsýn á að fá þar...hún er ekki búin að vinna það lengi sem kennari. Svo er það spurning um að reyna að sækja um bústaði annarra aðildarfélaga Fjölmiðlasambandsins...langar ekki sérstaklega í Blaðamannafélagsbústaðina vegna heita-pott-leysis.

Spennandi pælingar, ekki satt?

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?