laugardagur, maí 24, 2003
Afmæli í dag
Já, nú er mikill áfangi í lífi mínu, eða þannig. Í dag eru liðin 29 ár síðan ég fæddist. Ægilega gaman. Þessi dagur verður samt ekki mikið frábrugðin öðrum laugardögum, allavega ekki af þessu tilefni.
Skrapp í útskrift hjá Flensborg í morgun og hugsaði níu ár aftur í tímann þegar ég stóð í þessum sporum í MR. Hvar ætli þetta lið verði eftir níu ár? Það er góð spurning.
Á eftir er ég að fara í stúdentsveislu til Lýdíu frænsku minnar og svo verður haldið heim aftur í tæka tíð fyrir Eurovision. Þar sem fjögurra ára dóttir mín, hún Líf, er ægilega hrifin af Birgittu eins og svo margar aðrar stúlkur ætlum við að leyfa henni að horfa á keppnina og vera í rólegheitum heima og hafa það næs.
Annars er lítið um að vera akkúrat núna. Verð samt að skamma Svenna fyrir bloggleysi síðustu daga. Veit ekki hvað ég á að leyfa þessum link inn á bloggið hans að vera lengi í mínu mjög svo veglega (eða þannig) linkasafni.
0 comments
Já, nú er mikill áfangi í lífi mínu, eða þannig. Í dag eru liðin 29 ár síðan ég fæddist. Ægilega gaman. Þessi dagur verður samt ekki mikið frábrugðin öðrum laugardögum, allavega ekki af þessu tilefni.
Skrapp í útskrift hjá Flensborg í morgun og hugsaði níu ár aftur í tímann þegar ég stóð í þessum sporum í MR. Hvar ætli þetta lið verði eftir níu ár? Það er góð spurning.
Á eftir er ég að fara í stúdentsveislu til Lýdíu frænsku minnar og svo verður haldið heim aftur í tæka tíð fyrir Eurovision. Þar sem fjögurra ára dóttir mín, hún Líf, er ægilega hrifin af Birgittu eins og svo margar aðrar stúlkur ætlum við að leyfa henni að horfa á keppnina og vera í rólegheitum heima og hafa það næs.
Annars er lítið um að vera akkúrat núna. Verð samt að skamma Svenna fyrir bloggleysi síðustu daga. Veit ekki hvað ég á að leyfa þessum link inn á bloggið hans að vera lengi í mínu mjög svo veglega (eða þannig) linkasafni.