fimmtudagur, maí 01, 2003
Fram þjáðir menn...
Nei, ég er ekki orðinn svona gríðarlega verkalýðssinnaður. En þessi dagur minnir auðvitað mikið á það þegar ég var að spila með Lúðrasveit verkalýðsins á þessum degi. Nú verð ég hins vegar í hlutverki fjölmiðlamannsins þar sem ég mun mynda gönguna í Hafnarfirði og útifundinn sem á eftir fylgir. Það er reyndar skítakuldi úti núna þannig að það er spurning hvernig stemningin verður í göngunni.
Velgengni VF
Blaðið gengu mjög vel. Fólk er gríðarlega ánægt og það er stórmerkilegt hvað ég fæ viðbrögð við því sem ég skrifa og set í blaðið. En það sem mér finnst kannski sýna hvað mest virðinguna sem við erum að öðlast er að formaður verkalýðsfélagsins Hlífar skuli hringja í mig og taka það fram að sú stefna sem félagið tók í auglýsingum fyrir 1. maí hafi verið tekin að sér forspurðum. Hlíf nær nefnilega líka yfir Garðabæ og Álftanes, þar sem við erum líka með dreifingu, en samt sem áður kom aðeins kvartsíðukveðja frá Hlíf hjá okkur meðan þeir auglýstu 1. maí dagskrána í heilsíðu í hinu Hafnarfjarðarblaðinu. Gaman að sjá að formaðurinn hafi ekki verið sáttur við þetta og maður getur ekki tekið þetta öðruvísi en svo að virðingin fyrir okkur sé að aukast og er það vel. Aðalvandamálið núna er að það vita ekki nógu margir af okkur, en það mun lagast á næstu mánuðum. Þá verða okkur allir vegir færir.
Sumarbústaðamál
Sótti um bústað hjá Blaðamannafélaginu þegar ég frétti að verið væri að setja heita potta í bústaðina. Hjálmar sem var þá formaður en er nú bara framkvæmdastjóri taldi mig eiga ágætis möguleika á að fá bústað og ég vona bara að það sé rétt. Annars fengum við kennarabústað í Munaðarnesi en hann er ekki með pott þannig að vonandi fæ ég bústaðinn frá BÍ.
0 comments
Nei, ég er ekki orðinn svona gríðarlega verkalýðssinnaður. En þessi dagur minnir auðvitað mikið á það þegar ég var að spila með Lúðrasveit verkalýðsins á þessum degi. Nú verð ég hins vegar í hlutverki fjölmiðlamannsins þar sem ég mun mynda gönguna í Hafnarfirði og útifundinn sem á eftir fylgir. Það er reyndar skítakuldi úti núna þannig að það er spurning hvernig stemningin verður í göngunni.
Velgengni VF
Blaðið gengu mjög vel. Fólk er gríðarlega ánægt og það er stórmerkilegt hvað ég fæ viðbrögð við því sem ég skrifa og set í blaðið. En það sem mér finnst kannski sýna hvað mest virðinguna sem við erum að öðlast er að formaður verkalýðsfélagsins Hlífar skuli hringja í mig og taka það fram að sú stefna sem félagið tók í auglýsingum fyrir 1. maí hafi verið tekin að sér forspurðum. Hlíf nær nefnilega líka yfir Garðabæ og Álftanes, þar sem við erum líka með dreifingu, en samt sem áður kom aðeins kvartsíðukveðja frá Hlíf hjá okkur meðan þeir auglýstu 1. maí dagskrána í heilsíðu í hinu Hafnarfjarðarblaðinu. Gaman að sjá að formaðurinn hafi ekki verið sáttur við þetta og maður getur ekki tekið þetta öðruvísi en svo að virðingin fyrir okkur sé að aukast og er það vel. Aðalvandamálið núna er að það vita ekki nógu margir af okkur, en það mun lagast á næstu mánuðum. Þá verða okkur allir vegir færir.
Sumarbústaðamál
Sótti um bústað hjá Blaðamannafélaginu þegar ég frétti að verið væri að setja heita potta í bústaðina. Hjálmar sem var þá formaður en er nú bara framkvæmdastjóri taldi mig eiga ágætis möguleika á að fá bústað og ég vona bara að það sé rétt. Annars fengum við kennarabústað í Munaðarnesi en hann er ekki með pott þannig að vonandi fæ ég bústaðinn frá BÍ.