<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 01, 2003

Fram kaldir menn...
Það var í raun og veru miklu frekar þema dagsins. Það var fáránlega kalt miðað við hvað sólin skein glatt. Fylgdist bæði með göngunni sjálfri, opnun skrifstofu ungra Sjálfstæðismanna í skemmunni og svo 1. maí fundinum, sem menn voru svo skynsamir að halda innanhúss, nánar tiltekið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Ég ákvað að sleppa því að fara á tónleika kórs eldri borgara í dag, og kannski spilaði það eitthvað inn í að þeir höfðu ekki sjálfir óskað eftir því að ég myndi mæta á staðinn. Þar að auki var ég með myndir af dansandi eldri borgurum í síðasta blaði.

Sumarbústaðir
Spurning hvort að það sé gott að blogga um málefni til að eitthvað fari að gerast í þeim. Fékk hringingu frá framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins sem sagði mér að ég hefði fengið úthlutað sumarbústað í viku seinni partinn í júlí. Ægilega gott. Þá getur maður bókað þessa viku sem sumarfríið manns. Verður allavega ljúft að vera í bústað með heitum potti í heila viku!!

Bachelorette
Bíð nú spenntur eftir Bachelorette, sem reyndar lýkur ekki fyrr en eftir 2 eða 3 vikur. Ég er einn af þeim sem horfi alltaf á þetta þó að ég sé að vissu leyti hneykslaður yfir þessu efni. Frétti hins vegar að parið úr síðasta Bachelor-þætti hefði hætt saman. Sýnir kannski að þetta er ekki rétta leiðin til að leita sér að maka.

Vantar leigjanda
Svona í framhjáhlaupi, þá vantar mig leigjanda í íbúðina í kjallarann á húsinu mínu. Þetta er stúdíóíbúð, kannski 35-45 m2 (semsagt ágæt fyrir einstakling en ekki mikið meira en það). Hún er aðeins í 100 m fjarlægð frá Flensborg (Sævar, veist þú ekki um einhvern sem er að leita?). Áhugasamir sendir mér póst, lif@heimsnet.is.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?