<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 04, 2003

Kosningapróf
Tók tvö kosningapróf og ætla að skella niðurstöðunum hér. Veit ekkert hvort ég taki eitthvað mark á þessu. En byrjum á kosningakompás mbl.is:

Samsvörun svara þinna við svör flokkanna er sem hér segir:

Flokkur Samsvörun
Frjálslyndi flokkurinn (F) 86%
Nýtt afl (N) 86%
Samfylkingin (S) 85%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 76%
Sjálfstæðisflokkur (D) 73%
Framsóknarflokkur (B) 67%

Semsagt, Frjálslyndir, Nýtt afl eða Samfylkingin. Hlýtur samt að vera merkilegt að ég sé minnstur stuðningsmaður Framsóknarflokksins þar sem ég vann í þrjú ár sem blaðamaður á Bændablaðinu!!

Síðara prófið er á vefnum afstada.net. Gallinn við þetta próf er reyndar að Nýtt afl vantar inn á það.
1. Samfylking: 62%
2. Frjálslyndir: 62%
3. Framsóknarflokkurinn: 46%
4. Sjálfstæðisflokkurinn: 46%
5. Vinstri grænir: 15%

Enn og aftur Samfylkingin og Frjálslyndir á toppnum. Er þetta hugsanleg vísbending um stjórnarsamstarf??

En eins og ég sagði áðan...það er alveg óvíst að ég taki nokkuð mark á þessu.


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?