mánudagur, maí 19, 2003
Víðsjárverðar tölvur
Tölvur geta stundum tekið af manni ráðin. Á miðvikudaginn ætlaði ég að nota tölvuna mína í vinnunni til að segja hvað mér fyndist um kosningaúrslitin og var búinn að skrifa nokkuð langan og greinargóðan texta um það. En hvað gerist svo? Þegar ég ætlaði að senda hann út krassaði netforritið þannig að enginn texti fór inn á bloggsíðuna. Ef menn eru forlagatrúar gæti þetta þýtt tvennt; ég á að gera eitthvað annað í vinnunni en að blogga eða þá að ég eigi alls ekki að segja álit mitt á pólitík. En allavega, ég nennti ekki að skrifa þetta aftur og nú eru þessi skrif týnt og tröllum gefin.
Áfram í stjórn
Þau tíðindi gerðust annars fyrir rúmri viku að ég var endurkjörinn í stjórn Liverpool-klúbbsins til næstu tveggja ára, mér að sjálfsögðu til mikillar ánægju. Maður hefur staðið í miklu en ánægjulegu puði fyrir klúbbinn síðustu tvö ár og ekki minnkar það næsta vetur þegar klúbburinn verður 10 ára. Að vísu var það ekki jafn ánægjulegt að missa af meistaradeildarsætinu sama dag en nú er að sjá hvað Houllier kaupir á næstunni - því að það er nokkuð ljóst að eitthvað verður keypt. Og talandi um Liverpool-klúbbinn, þá verð ég nú að fara að þýða viðtal við Houllier fyrir næsta blað klúbbsins.
0 comments
Tölvur geta stundum tekið af manni ráðin. Á miðvikudaginn ætlaði ég að nota tölvuna mína í vinnunni til að segja hvað mér fyndist um kosningaúrslitin og var búinn að skrifa nokkuð langan og greinargóðan texta um það. En hvað gerist svo? Þegar ég ætlaði að senda hann út krassaði netforritið þannig að enginn texti fór inn á bloggsíðuna. Ef menn eru forlagatrúar gæti þetta þýtt tvennt; ég á að gera eitthvað annað í vinnunni en að blogga eða þá að ég eigi alls ekki að segja álit mitt á pólitík. En allavega, ég nennti ekki að skrifa þetta aftur og nú eru þessi skrif týnt og tröllum gefin.
Áfram í stjórn
Þau tíðindi gerðust annars fyrir rúmri viku að ég var endurkjörinn í stjórn Liverpool-klúbbsins til næstu tveggja ára, mér að sjálfsögðu til mikillar ánægju. Maður hefur staðið í miklu en ánægjulegu puði fyrir klúbbinn síðustu tvö ár og ekki minnkar það næsta vetur þegar klúbburinn verður 10 ára. Að vísu var það ekki jafn ánægjulegt að missa af meistaradeildarsætinu sama dag en nú er að sjá hvað Houllier kaupir á næstunni - því að það er nokkuð ljóst að eitthvað verður keypt. Og talandi um Liverpool-klúbbinn, þá verð ég nú að fara að þýða viðtal við Houllier fyrir næsta blað klúbbsins.