<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Breytt útlit

Nú hefur bloggsíðan fengið andslitslyftingu rétt eins og blogger sjálfur. Ástæðan fyrir þessu er reyndar sú að ég uppgötvaði í dag að það voru komin spurningamerki inn á síðuna í staðinn fyrir íslensku stafina og mér fannst því eðlilegast að nota tækifærið og breyta útlitinu, þó að kannski hafi ekki verið nein þörf á því. En vona að lesendum, ef einhverjir eru, líki þetta.

Blaut helgi

Mikið getur maður bölvað veðurfræðingunum. Það sem átti að vera besta helgi ársins reyndist vera ein sú blautasta. Og einmitt þegar við fjölskyldan fórum í okkar fyrstu útilegu. Það var ættarmót hjá konunni hans tengdapabba og okkur var boðið með í það. Tjaldað var á Flúðum og biðu menn spenntir eftir helgina þar sem það átti að vera svo gott veður. Föstudagurinn var fínn en á laugardag fór að rigna, og það duglega. Allt var blautt og lítið við að vera, en það bjargaði þó útilegunni að það stytti upp fyrir kvöldmat þannig að það var hægt að grilla og sitja aðeins úti. Sunnudagurinn var svo rigning líka.

Semsagt, aldrei að treysta veðurfræðingum!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?