<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Frí í hyllingum

Nú notar maður vinnuna til að blogga aðeins, þar sem ég er stopp í þeim verkefnum sem eru í gangi, en er með mikið af meldingum í gangi. Spurning samt hvort ég kanni á eftir sigurgöngu 9. flokks kvenna í körfubolta hjá Keflavík. Verð að viðurkenna að ef þetta væru Haukar væri ég spenntari.
Ég er annars farinn að sjá fríið mitt, þó að það verði styttra en í fyrra, í hyllingum. Rósa sótti í gær lykilinn að bústaðnum sem við verðum í í viku og það verður þvílíkt ljúft að komast í bústað með potti...ætli ég eigi ekki eftir að halda mig þar stóran part af dvölinni...verð sennilega orðinn vel soðinn eftir vikuna.

Harry Kewell

Stórkoslegt...Harry Kewell er kominn til Liverpool. Þetta gæti verið lykilkaupin að frekari velgengni á næsta tímabili. Nú er búið að leysa tvö stór vandamál sem háðu okkur á síðasta tímabili; hvað lítið kom sóknarlega úr hægri bakvarðarstöðunni og hvað vinstri kanturinn var veikur. Liðið verður ekki árennilegt í vetur.

Sagan segir að Kewell verðir nr. 7. Það gæti verið liður í því að Smicer sé á leið burt. Kannski helgast það af því að ég hitti Smicer þegar ég fór mína fyrstu og einu ferð á Melwood og sá hversu frábær náungi hann er, en ég myndi sjá mikið á eftir honum. En kannski verður að sætta sig við það að hann hefur ekki líkamlegan styrk til að takast á við ensku deildina. En hann er líka búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli og virðist einhverra hluta vegna alltaf meiðast þegar hann er að ná sér á strik. Ég vona að hann verði áfram...finnst að hann eigi enn eitthvað að bjóða.


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?