<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 06, 2003

Tívolí, tívolí, tívolí-lí-lí

Ég er opinberlega búinn að komast að því að dóttir mín er algjör adrenalínfíkill. Þetta fékk ég staðfest þegar við fjölskyldan fórum í tívolíið sem nú er fyrir utan Smáralindina. Hún (þ.e. dóttir mín) verður fimm ára í haust en er þegar farin að sækja í tæki sem ég hefði ekki þorað í fyrr en í fyrsta lagi við 10 ára aldur. Hún vildi semsagt endilega fara í hálfgerðan kolkrabba sem snerist á þokkalegum hraða og eftir hálfgerðan fjölskyldufund var ákveðið að ég skyldi fara með henni í tækið. Eftir ferðina mátti ég vart mæla þar sem ég var hálf ringlaður af öllum þessum snúningi á meðan dóttirin hrópaði hástöfum að mömmu sinni að þetta hefði verið rosalega gaman. Hún verður sennilega tilbúin til að fara í einhverjar þeytivindur á næsta ári.

Á leið til Liverpool

Það var ákveðið á stjórnarfundi hjá Liverpool-klúbbnum að ég yrði annar tveggja til að fara í svokallaða pre-season ferð sem er árviss viðburður til að funda með forsvarsmönnum LFC úti og afla efnis í blaðið. Við munum að öllum líkindum fara í byrjun ágúst og ég er að stefna að því að taka Rósu með mér þar sem lengi hefur staðið til að hún komi með mér á Anfield. Á meðan við verðum þarna úti mun Liverpool spila æfingaleik við Valencia sem spillir ekki fyrir.

Upplifunin fyrir mig verður fyrst og fremst að taka viðtöl við leikmenn eða starfslið hjá klúbbnum, þ.e. ef einhver nennir að tala við mig! En þá verður maður bara í því að safna eiginhandaráritunum! Allavega verður þetta gríðarlega spennandi og trúlega margir stuðningsmenn sem hefðu ekkert á móti því að vera í mínum sporum. En þetta er auðvitað vinna, en mjög ánægjuleg vinna!

Sumarfrí - eða þannig

Nú er VF komið í sumarfrí en ég á ekki inni nógu mikið sumarfrí til að fara í frí strax. Því er ég farinn að vinna í Keflavík þar sem verið er að vinna að nýju Tímariti Víkurfrétta. Töluvert rólegri vinna en ég er vanur, eiginlega svo róleg að mér leið nánast illa á fyrsta deginum mínum á föstudaginn. En þarna verð ég allavega í viku í viðbót og fæ svo í það minnst aeina og hálfa viku í frí...það verður ljúft. Ég sé þessa einu viku sem við verðum í sumarbústaðnum í Brekku í hyllingum...gjörsamlega.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?