<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 22, 2003

Bo er snillingur

Það er stundum gaman að geta sameinað vinnu og skemmtanir. Á laugardagskvöldið urðum við Rósa óvænt barnlaus þegar mamma vildi endilega fá Líf til að gista hjá sér, og Líf hafði ekkert á móti því frekar en venjulega. Við fórum því heim til vinafólks okkar og sátum þar að nettu sumbli ásamt öðrum vinahjónum...semsagt sex pör á frekar nettu sumbli. Ég hafði það hins vegar alltaf bak við eyrað að ég þyrfti að taka myndir af þessu Brimkló-balli. Ég fékk því far þangað.

Það er skemmst frá því að segja að stemningin á þessu balli var frábær meðan ég var þarna. Dansgólfið yfirfullt og allir í svaka stuði eins og menn munu geta séð í næsta blaði Hafnarfjarðarútgáfu Víkurfrétta. Það spillti svo ekki fyrir að þegar ég sagði dyraverðinum hver ég væri til að ég gæti komist inn lyftist hann allur upp og talaði um hvað blaðið væri frábært. Maður var semsagt bara eitt bros þetta kvöld :) Og ekki spillti það fyrir að hafa náð góðri mynd af Bo...sem var óendanlega svalur eins og venjulega. Vona bara að hún sé í fókus...ég er ekki ennþá búinn að athuga það.

Fótbolti

Ég stóð frammi fyrir erfiðu vali á laugardaginn...að fara í Kaplakrika að sjá FH-KR eða fara á Players að horfa á Liverpool-Leicester í beinni. Þar sem ég bjóst við að það yrði engin gríðarleg dramatík í Krikanum valdi ég Liverpool frekar. Eftir á að hyggja sé ég bæði eftir því og er feginn. ég sá vissulega ágætis leik þar sem Liverpool vann 2-1 þó að mínir menn hafi ekki verið jafn sannfærandi og í síðustu tveimur leikjum. Og það var vissulega gott að sleppa við að horfa á sína menn tapa 7-0...ekki hvað síst þegar maður sá í sjónvarpinu hvað menn voru skelfilegir. En hugsanlega hefði ég getað náð góðu myndefni í staðinn....en það verður bætt upp með góðu preview-i fyrir bikarúrslitaleikinn, sem ég vona að koma í Hafnarfjörðinn.

Í gær var svo auðvitað fótbolti á Seltjarnarnesi þar sem var vel tekið á. Það er fátt sem maður fær meira út úr en að þruma boltanum upp í samskeytin í fótbolta og mér tókst það einu sinni í gær. Ekki leiðinlegt!!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?