miðvikudagur, september 24, 2003
Kvefpest
Ég er ekki alveg í mínu besta formi í dag en líður þó betur núna en í gærkvöldi, þegar ég var alvarlega farinn að skipuleggja hvernig ég ætti að fjarstýra verkefnum dagsins í dag. Ágætur nætursvefn hefur þó sennilega gert það að verkum að ég er hressari í dag, þrátt fyrir að ég sé með hálfsbólgu og kvef og það sem gengur upp úr mér sé í fallegum ljósgrænum lit.
En ég tel sjálfan mig vinnufæran núna, enda í þannig starfi að ef ég verð veikur fer allt til andskotans því að enginn annars skrifar blaðið.
Bikarleikurinn
Það er heldur betur að myndast stemning fyrir bikarúrslitaleiknum á laugardaginn og auðvitað geri ég mitt til að kynda hana upp í blaðinu sem kemur út á morgun (ónefndur Haukamaður í fótboltanum hefur að vísu kallað blaðið mitt sorprit sem birtir bara fréttir af FH, nokkuð sem tengdafaðir minn hefur örugglega gaman af að sé sagt um blaðið mitt þar sem hann var formaður handknattleiksdeildar Hauka í mörg ár og tengdafjölskyldan í heild sinni er öll í Haukum). Það væri frábært fyrir bæjarfélagið ef bikarinn myndi vinnast og ég hef einhverja einkennilega góða tilfinningu fyrir þessum leik. Kannski er það óskhyggja svo að ég fái gott efni í blaðið...en það verður örugglega gert vel úr þessum leik ef hann fer vel.
Leiðinlegasta útvarpsauglýsingin...
...er:
Ég skal gefa þér brauðkörfu
frá kökuhorninu Bæjarlind
Ef þú hlustar, ef þú bara hlustar
ef þú hlustar á Létt!
Það að Víkurfréttir unnu þessa körfu fyrir stuttu síðan hefur sennilega komið í veg fyrir að ég hafi grýtt útvarpinu út í vegg þegar þessi auglýsing var spiluð núna rétt áðan. Sumar eru bara ósegjanlega pirrandi, sérstaklega þegar þær eru ofspilaðar.
0 comments
Ég er ekki alveg í mínu besta formi í dag en líður þó betur núna en í gærkvöldi, þegar ég var alvarlega farinn að skipuleggja hvernig ég ætti að fjarstýra verkefnum dagsins í dag. Ágætur nætursvefn hefur þó sennilega gert það að verkum að ég er hressari í dag, þrátt fyrir að ég sé með hálfsbólgu og kvef og það sem gengur upp úr mér sé í fallegum ljósgrænum lit.
En ég tel sjálfan mig vinnufæran núna, enda í þannig starfi að ef ég verð veikur fer allt til andskotans því að enginn annars skrifar blaðið.
Bikarleikurinn
Það er heldur betur að myndast stemning fyrir bikarúrslitaleiknum á laugardaginn og auðvitað geri ég mitt til að kynda hana upp í blaðinu sem kemur út á morgun (ónefndur Haukamaður í fótboltanum hefur að vísu kallað blaðið mitt sorprit sem birtir bara fréttir af FH, nokkuð sem tengdafaðir minn hefur örugglega gaman af að sé sagt um blaðið mitt þar sem hann var formaður handknattleiksdeildar Hauka í mörg ár og tengdafjölskyldan í heild sinni er öll í Haukum). Það væri frábært fyrir bæjarfélagið ef bikarinn myndi vinnast og ég hef einhverja einkennilega góða tilfinningu fyrir þessum leik. Kannski er það óskhyggja svo að ég fái gott efni í blaðið...en það verður örugglega gert vel úr þessum leik ef hann fer vel.
Leiðinlegasta útvarpsauglýsingin...
...er:
Ég skal gefa þér brauðkörfu
frá kökuhorninu Bæjarlind
Ef þú hlustar, ef þú bara hlustar
ef þú hlustar á Létt!
Það að Víkurfréttir unnu þessa körfu fyrir stuttu síðan hefur sennilega komið í veg fyrir að ég hafi grýtt útvarpinu út í vegg þegar þessi auglýsing var spiluð núna rétt áðan. Sumar eru bara ósegjanlega pirrandi, sérstaklega þegar þær eru ofspilaðar.