<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 11, 2003

Nú skal tekið á

Jæja, nú ætla ég að reyna að henda einhverju inn með reglubundnari hætti en áður....helst á hverjum vikum morgni. Við eigum að vísu eftir að sjá til með hvort það eigi eftir að standast en maður reynir þetta allavega.

Skrítin aðstaða á Laugardalsvellinum

Í gærkvöld var ég á Laugardalsvellinum á leik FH og KR þar sem ég var að mynda leikinn fyrir VF. Afar skrítin aðstaða...mitt lið var að spila en ég þurfti að leggja áherslu á hitt liðið og í raun draga taum þess þegar ég skrifa um það. Í raun enn erfiðari aðstaða en þegar ég var að skrifa um KR fyrir DV því þar þurfti ég "bara" að vera hlutlaus. En í raun fengur KR-ingar ekkert meira en þeir áttu skilið þó að þeir hefðu komist í 2-0. Þau mörk komu í raun upp úr engu og þar af fengu þeir seinna markið algjörlega á silfurfati. FH-ingarnir voru hins vegar sterkir, gáfust aldrei upp og börðust allan leikinn.

Eftir leikinn fór ég með myndavélina í búningsklefa FH-inga þar sem var mikil stemning og þangað mætti svo Hafnarfjarðarmafían og spilaði og söng FH-lagið. Það var í meira lagi athyglisvert að sjá mann spila á kontrabassa í svona litlu rými með svona miklu af fólki en það var skemmtilegt og frábært fyrir FH að komast í bikarúrslit eftir að hafa dottið út í undanúrslitum síðustu þrjú árin.

Fjarðarkaup

Í gær tók ég einnig viðtal við Sigurberg Sveinsson forstjóra Fjarðarkaupa, en búðin átti 30 ára afmæli í sumar og ætlar að halda upp á það í næstu viku. Mér hefur alltaf fundið að Fjarðarkaup sé skýrt dæmi um hvernig eigi að reka fyrirtæki. Þeir byrjuðu í frekar litlu rými, fluttu síðan eftir nokkur ár og stækkuðu við sig, en hafa í raun ekkert stækkað síðan þó að nýir vöruflokkar hafi kannski verið teknir inn. Margir bissness-menn hefðu án efa freistast til þess að gleyma einhverja litla búð í von um að græða ennþá meiri pening en það hefur ekki verið gert hjá þeim. Þeir hafa margs konar sérstöðu, eru með vörur á ágætis verði og hafa hundtryggan viðskiptavinahóp. Svona á að reka verslun.

Það skemmtilega var líka að Sigurbergur sýndi mér lógo með stórmörkuðum sem voru reknir fyrir ca. 15 árum. Þarna voru um tíu nöfn en af þeim eru aðeins Fjarðarkaup og Hagkaup eftir núna. Það segir ýmislegt að Fjarðarkaup hafi lifað af allar þessar hremmingar á matvörumarkaði í 30 ár.

Þessi pistill var EKKI í boði Fjarðarkaupa :)

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?