mánudagur, september 15, 2003
Niðurtalning flutninga að hefjast
Nú er maður farinn að telja dagana þangað til flutt er í nýju íbúðina, enda gerðist ansi margt um helgina sem jók spenninginn.
Við skrifuðum undir kaupsamninginn á föstudaginn þannig að þar með er þetta endanlega komið í höfn. Á laugardaginn fengum við svo að kíkja inn til að mæla fyrir gluggatjöldum en ætlunin er að setja rimla í stofuna og eldhúsið og myrkvunartjöld annars staðar. Á laugardagskvöldið dundaði ég mér svo við að pakka bókum í kassa. Í dag förum við Rósa svo að skoða gardínur. Það er semsagt allt að gerast núna.
Helgin
...var annars róleg. Við vorum með gest hjá okkur um helgina, vin okkar hann Zippó, eða Sigtrygg eins og hann heitir víst (ekki spyrja mig af hverju hann er nefndur eftir kveikjara!!). Hann var á norrænu þingi svifflugmanna sem var haldið í Fjörukránni. Ég fræddist meðal annars aðeins um svifflug hjá honum...og komst að ýmsu sem ég vissi ekki. Eða...ég vissi í raun ekkert um þetta þannig að öll vitneskja um þessi mál varð ný. En nú er ég t.d. búinn að komast að því að maður þarf helst súrefni ef maður fer yfir 9.000 fet, að hægt sé að fá ágætis vél á 800 þúsund krónur, að það þurfi ekkert sérstakt próf á hana þó að maður verði auðvitað að læra á gripinn og svo að það er smá mótor í þeim. Maður varð því margs vísari eftir helgina.
Að öðru leyti sá ég Hauka bursta portúgalskt annarrar deildar lið í Evrópukeppninni á laugardag og kíkti síðan á uppskeruhátið yngri flokka Hauka í gær...en munstraði reyndar Rósu með myndavélina þar sem ég var í fótbolta. Hef ekki notað fjölskylduna á þennan hátt áður og vil helst gera sem minnst af því. En Rósa stóð sig vel í þessu neyðartilviki :)
0 comments
Nú er maður farinn að telja dagana þangað til flutt er í nýju íbúðina, enda gerðist ansi margt um helgina sem jók spenninginn.
Við skrifuðum undir kaupsamninginn á föstudaginn þannig að þar með er þetta endanlega komið í höfn. Á laugardaginn fengum við svo að kíkja inn til að mæla fyrir gluggatjöldum en ætlunin er að setja rimla í stofuna og eldhúsið og myrkvunartjöld annars staðar. Á laugardagskvöldið dundaði ég mér svo við að pakka bókum í kassa. Í dag förum við Rósa svo að skoða gardínur. Það er semsagt allt að gerast núna.
Helgin
...var annars róleg. Við vorum með gest hjá okkur um helgina, vin okkar hann Zippó, eða Sigtrygg eins og hann heitir víst (ekki spyrja mig af hverju hann er nefndur eftir kveikjara!!). Hann var á norrænu þingi svifflugmanna sem var haldið í Fjörukránni. Ég fræddist meðal annars aðeins um svifflug hjá honum...og komst að ýmsu sem ég vissi ekki. Eða...ég vissi í raun ekkert um þetta þannig að öll vitneskja um þessi mál varð ný. En nú er ég t.d. búinn að komast að því að maður þarf helst súrefni ef maður fer yfir 9.000 fet, að hægt sé að fá ágætis vél á 800 þúsund krónur, að það þurfi ekkert sérstakt próf á hana þó að maður verði auðvitað að læra á gripinn og svo að það er smá mótor í þeim. Maður varð því margs vísari eftir helgina.
Að öðru leyti sá ég Hauka bursta portúgalskt annarrar deildar lið í Evrópukeppninni á laugardag og kíkti síðan á uppskeruhátið yngri flokka Hauka í gær...en munstraði reyndar Rósu með myndavélina þar sem ég var í fótbolta. Hef ekki notað fjölskylduna á þennan hátt áður og vil helst gera sem minnst af því. En Rósa stóð sig vel í þessu neyðartilviki :)