<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 19, 2003

Norðurljós

Í gærkvöldi upplifði ég eitt það magnaðasta náttúruundur sem ég hef séð. Ég var að mynda kertafleytingu á Víðistaðatúni sem átti sér stað í kjölfar minningarathafnar um fórnarlömb umferðarslysa. Það var falleg stund í frábæru veðri. Ég ákvað síðan að fleyta einu kerti sjálfur og taka fleiri myndir og var því orðinn einn eftir á svæðinu þegar ég ætlaði að leggja af stað heim.

Þá sá ég Norðurljós á himni. Þetta var ekkert mikið í fyrstu en ég ákvað samt að rífa upp myndavélina til að reyna að ná mynd af þessu. Og þá var eins og losnaði eitthvað úr læðingi í náttúrunni og ólýsanlegar breytingar urðu á Norðurljósunum...þau breiddu úr sér, liðuðust áfram og dofnuðu að lokum út. Ég á eftir að skoða almennilega myndirnar sem ég tók af þessu en ég mun setja þær inn á vf.is á eftir ef ég kemst að raun um að þær eru nothæfar. En mér fannst þetta gjörsamlega magnað.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?