föstudagur, september 26, 2003
Skemmtileg ráðstefna
Í gær skrapp ég á ráðstefnu sem Blaðamannafélagið stóð fyrir í Salnum í Kópavogi. Umfjöllunarefnið var samspil efnis og auglýsinga en mikið var þar rætt um að þegar verið sé að hygla ákveðnum fyrirtæki eða auglýsendum í fréttaflutningi í þeirri von að græða tekjurnar þá getur það stefnt trúverðugleika blaðsins í hættu. Þetta er auðvitað hárrétt en því miður hef ég ansi oft þurft að brjóta þessa reglu þó að það sé mér þvert um geð.
Þetta byrjaði reyndar hjá DV en aukablöð sem ég vann fyrir þá, t.d. um tölvur, byggðust aðallega á því að taka viðtöl við fyrirtæki sem voru að auglýsa í blaðinu. Það er síðan líka til í dæminu að þegar fyrirtæki auglýsa t.d. í blaðinu mínu, Víkurfréttum, ætlast til þess á móti að fá greiðari aðgang að fréttum hjá okkur þegar eitthvað er að gerast hjá þeim. Þetta er reyndar alls ekki algilt. Þetta er auðvitað kolröng hugsun því að þegar eitthvað fyrirtæki í Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi er að gera eitthvað merkilegt eða ná einhverjum fréttnæmum árangri á það skilið umfjöllun hvort sem það auglýsir í blaðinu mínu eða ekki.
En það er allaveg óhætt að segja að þessi ráðstefna og það sem kom þar fram í henni hafi vakið mann töluvert til umhugsunar. Mér fannst reyndar Karl Th. Birgisson ganga of langt í tali sínu um boðsferðir þar sem hann nánast gekk út frá því að blaðamenn hefðu frekar eigin hagsmuni, eða þeirra sem bjóða í boðsferðir, í stað hagsmuna lesenda og eigin sjálfvirðingu sem blaðamanns. Menn hafa auðvitað rænu á því að greina hlutlaust frá viðburðum þó að þeir séu í boðsferð...annars eru menn ekki að sinna starfi sínu sem blaðamenn.
Alltaf gott að fá eitthvað til að hugsa um...þá staðnar maður allavega ekki í starfinu.
0 comments
Í gær skrapp ég á ráðstefnu sem Blaðamannafélagið stóð fyrir í Salnum í Kópavogi. Umfjöllunarefnið var samspil efnis og auglýsinga en mikið var þar rætt um að þegar verið sé að hygla ákveðnum fyrirtæki eða auglýsendum í fréttaflutningi í þeirri von að græða tekjurnar þá getur það stefnt trúverðugleika blaðsins í hættu. Þetta er auðvitað hárrétt en því miður hef ég ansi oft þurft að brjóta þessa reglu þó að það sé mér þvert um geð.
Þetta byrjaði reyndar hjá DV en aukablöð sem ég vann fyrir þá, t.d. um tölvur, byggðust aðallega á því að taka viðtöl við fyrirtæki sem voru að auglýsa í blaðinu. Það er síðan líka til í dæminu að þegar fyrirtæki auglýsa t.d. í blaðinu mínu, Víkurfréttum, ætlast til þess á móti að fá greiðari aðgang að fréttum hjá okkur þegar eitthvað er að gerast hjá þeim. Þetta er reyndar alls ekki algilt. Þetta er auðvitað kolröng hugsun því að þegar eitthvað fyrirtæki í Hafnarfirði, Garðabæ eða Álftanesi er að gera eitthvað merkilegt eða ná einhverjum fréttnæmum árangri á það skilið umfjöllun hvort sem það auglýsir í blaðinu mínu eða ekki.
En það er allaveg óhætt að segja að þessi ráðstefna og það sem kom þar fram í henni hafi vakið mann töluvert til umhugsunar. Mér fannst reyndar Karl Th. Birgisson ganga of langt í tali sínu um boðsferðir þar sem hann nánast gekk út frá því að blaðamenn hefðu frekar eigin hagsmuni, eða þeirra sem bjóða í boðsferðir, í stað hagsmuna lesenda og eigin sjálfvirðingu sem blaðamanns. Menn hafa auðvitað rænu á því að greina hlutlaust frá viðburðum þó að þeir séu í boðsferð...annars eru menn ekki að sinna starfi sínu sem blaðamenn.
Alltaf gott að fá eitthvað til að hugsa um...þá staðnar maður allavega ekki í starfinu.