<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 12, 2003

Unglingaböll

Hagaskólastemningin rifjaðist upp fyrir mér þegar ég skrapp á nýnemaball í Víðistaðaskóla í gærkvöldi. Ekki það að ég hafi nokkuð verið mikilvirkur ballmaður á unglingsárunum, en það var gaman að sjá að unglingarnir skemmta sér í raun nákvæmlega eins og þeir gerðu þegar ég var á þessum aldri. Það sem maður kallaði píkupopp hér áður fyrr er ekkert síður vinsælt núna...í dag er það bara í formi Justin Timberlake. Það var sett lag á með honum þegar ég var á svæðinu og það ætlaði allt vitlaust að verða. Enn eitt lýsandi dæmi um að það skipti ekki endilega máli hversu góður tónlistarmaður maður er, heldur hvernig maður er markaðssettur.

Í gærkvöldi kíkti ég líka á rennsli hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu, en þeir eru að frumsýna á fimmtudaginn kemur. Þetta leikrit er í meira lagi athyglisvert og það var gaman að sjá Ólafíu Hrönn á sviðinu...hef alltaf haldið dálítið upp á hana sem leikkonu. Vonandi mun þessi sýning ganga vel.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?