<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 02, 2003

Er fall fararheill?

Það ætla ég allavega rétt að vona eftir uppákomur gærdagsins.

Eins og fram hefur komið fékk ég íbúðina mína afhenta í gær en framkvæmdir við hana, sem sagt málningin, fór ekki sérstaklega vel af stað. Ég var að taka tvær málningafötur úr bílnum, hélt á þeim í sitthvorri hendinni og ætlaði að labba af stað með þær þegar önnur fatan dettur af höldunni, skellur á stéttina og góð slumma af málningu lekur niður á stétt. Í kjölfarið tók við góður hálftími í að reyna að ná eins miklu og hægt var upp af stéttinni og reyna að skola restinni burt ofan í niðurfall.

Ég setti þá málningu sem náðist upp í lítinn málningarbakka og setti hann rétt við útidyrnar. Og auðvitað tókst Líf, sem var gríðarlega spennt fyrir að mála herbergið sitt, að stíga ofan í þann bakka. Líf málaði því á einum sokk það sem eftir var dags. Það gekk því á ýmsu til að byrja með í gær en þegar við vorum komin almennlega af stað með að mála þetta gekk allt vel og það lítur allt út fyrir að plön gangi upp og að okkur takist að flytja á morgun.

Í dag verður hins vegar farið í að panta bíl, ná í svefnsófa sem við eigum hjá Ellu frænku minni og eldhúsborð og stóla sem við erum búin að kaupa. Svo þarf að ná í bókahillur og flytja þetta svo í íbúðina. Og á morgun munum við svo flytja með allt okkar hafurtaks.

Og já, íbúðin er alveg jafn flott, ef ekki flottari en í minningunni. Þegar ég kláraði að mála í gærkvöldi tók ég eina aukamínútu í að dást að útsýninu áður en ég fór heim. Dásamlegt!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?