<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 20, 2003

Helgin

Blendnar tilfinningar gagnvart helginni. Fínt afmæli hjá dóttur minni á föstudaginn þar sem krakkarnir úr leikskólanum og vinirnir komu í heimsókn. Fór vel fram.

Þá er amma mín sem býr fyrir norðan í bænum þessa dagana og kom í heimsókn á laugardaginn til að skoða nýju íbúðina. Hún var hrifin eins og allir aðrir.

Þessi heimsókn varð til þess að ég missti af leiknum gegn Portsmouth á laugardaginn. Og þó sá leikur hafi tapast hefði ég gjarnan viljað sjá hann. Ómögulegt að segja til um hvort þetta hafi verið óheppni eða hvort við höfum verið lélegir. Held reyndar að við höfum ekki verið eins frískir og í síðustu leikjum, en samt voru að koma færi sem við nýttum ekki. Ferlegt. Nú þurfa leikir að fara að vinnast. En ef þetta er slæmi kafli tímabilsins er kannski ekki slæmt að hann komi núna...ef honum fer að ljúka fljótlega.

Og Vodafone, framhald

Ég er opinberlega búnir að komast að því að sumir starfsmenn í Og Vodafone hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera. Rósa hringdi aftur í nethjálpina og annar starfsmaður þar komst að því að vandamálið var þeirra megin og lagaði það eins og skot. Gott hjá honum. Hálfvitinn sem vildi að ég kæmi með tölvuna sína upp eftir fær hins vegar ekki góða einkunn hjá mér. Kannski ætti maður að sækja um starf í nethjálpinni, maður þarf greinilega ekki að vita mikið um tölvur til þess.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?