<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 10, 2003

Sextugsafmæli

Gærdagurinn einkenndist fyrst og fremst af afmæli móður minnar, en hún hélt upp á sextugsafælið sitt í gær. Heljarinnar stórveisla og matur fyrir ég-veit-ekki-hvað marga. Það var dálítið stress hjá okkur þar sem gjöfin til hennar kom með farþegaflugi frá Akureyri í gær og við komum klukkutíma of seint í afmælið, en ég held að mér hafi verið fyrirgefið það eftir að ég flutti ræðuna. En mömmu er hér með óskað til hamingju með daginn.

Síminn

Það er ekki ennþá búið að flytja símann. Þetta svokallaða þjónustuver sagði í gær: "Þetta hlýtur að koma í dag eða á morgun." Aha, er þetta álíka satt og þegar okkur var sagt að þetta væri komið en var svo ekki komið? Trúi þessu þegar ég tek á því! Og hvað þarf ég svo að bíða lengi eftir ADSL-tengingunni?? Ömurlegt! Og alltaf er maður að heyra fleiri hörmungarsögur af þessu fyrirtæki. Skelfileg þróun. Ég vil fá Þórólf aftur í djobbið strax!

Bráðavaktin

Nú er miðvikudagskvöldunum reddað - Bráðavaktin er byrjuð aftur. Var mikið búinn að sakna þessara frábæru þátta. Verð samt að viðurkenna að mér brá nokkuð þegar Romano gekk í þyrluspaðann og missti handlegginn. Vonandi verður hann starfhæfur hjá honum aftur.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?