<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 24, 2003

Viðburðasnautt

Þessi vika hefur verið heldur óspennandi. Það helst er að það er loksins búið að koma upp þvottasnúrum heima hjá mér þannig að nú er hægt að hengja upp meira en eina þvottavél í einu. Er ekki lífið spennandi?

Stígar

Ég verð sífellt ánægðari með hverfið hjá mér. Þarna er fullt af stígum og margar skemmtilegar hlaupaleiðir. Er að hugsa um að taka hring um Ástjörn í dag og skoða fuglalífið. Ég fór svo í gönguferð með Líf upp á Ásfjall og hún hafi þvílíkt gaman af að leika sér þar. Nú þarf hún bara að koma sér í kynni við krakkana í hverfinu en það hefur ekki alveg tekist hingað til. Það kemur.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?