föstudagur, nóvember 14, 2003
Brjálað kvöld
Fór á þrjá staði í gærkvöldi. Upplestur á bókasafninu, tónleika með Ragnheiði Gröndal í Garðabæ og ball í Öldunni. Þessir viðburðir voru hver öðrum skemmtilegri. Ég hef tildæmis aldrei verið jafn ásóttur af fólki sem var brjálað í að láta taka mynd af sér. Þær voru nokkrar, myndirnar sem fóru í slíkt fólk, og ein stelpan kom meira að segja fjórum sinnum til mín með mismunandi fólk með sér. Sumir eru greinilega athyglissjúkari en aðrir!
Klúður
Það er alltaf leiðinlegt þegar manni tekst að klúðra greinum, en yfirleitt þegar það gerist hjá mér er tímahraki mest um að kenna, þ.e. að ég hef ekki tíma til að gera greinarnar betur en ég geri. Það var einmitt það sem gerðist þegar ég skrifaði um 75 ára afmæli Iðnskólans, en þar reyndust leynast nokkrar staðreyndarvillur. Ferlegt. Vona að skólameistarinn afsaki þetta. Og vonandi fæ ég einhvern tímann meira tíma til að gera hlutina.
0 comments
Fór á þrjá staði í gærkvöldi. Upplestur á bókasafninu, tónleika með Ragnheiði Gröndal í Garðabæ og ball í Öldunni. Þessir viðburðir voru hver öðrum skemmtilegri. Ég hef tildæmis aldrei verið jafn ásóttur af fólki sem var brjálað í að láta taka mynd af sér. Þær voru nokkrar, myndirnar sem fóru í slíkt fólk, og ein stelpan kom meira að segja fjórum sinnum til mín með mismunandi fólk með sér. Sumir eru greinilega athyglissjúkari en aðrir!
Klúður
Það er alltaf leiðinlegt þegar manni tekst að klúðra greinum, en yfirleitt þegar það gerist hjá mér er tímahraki mest um að kenna, þ.e. að ég hef ekki tíma til að gera greinarnar betur en ég geri. Það var einmitt það sem gerðist þegar ég skrifaði um 75 ára afmæli Iðnskólans, en þar reyndust leynast nokkrar staðreyndarvillur. Ferlegt. Vona að skólameistarinn afsaki þetta. Og vonandi fæ ég einhvern tímann meira tíma til að gera hlutina.