miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Viðburðaríkir dagar
Það hefur það mikið gerst síðustu daga að enginn tími hefur gefist til að blogga. Þessum dögum verður því skipt í nokkra hluta til að gera færsluna auðlæsilegri.
Akureyri
Fjórir stjórnarmenn í Liverpool-klúbbnum, þar á meðal ég, lögðu leið sína til Akureyrar til að halda fánadag í kringum leik Liverpool og Man. Utd. Fyrir utan ömurleg og ósanngjörn úrslit leiksins tókst ferðin vel, bæði fyrir klúbbinn og suma stjórnarmeðlimi persónulega. Það kom ýmislegt til.
1. Við fórum á Kaffi Akureyri á föstudeginum og hittum þar breskan sjómann af einhverju skipi hjá Samherja sem var með mörg United húðflúr út um allt. Þessi maður er efni í heila færslu, sem verður kannski skrifuð síðar, en það minnisstæðasta var kannski nýja lagið sem hann kenndir okkur. Textinn er svona, sunginn við lagið Hey baby.
"Heeeeeeeeyyyy Lee Bowyer, (oohhh, aaahhh), we wanna knooooooow why you're not in jail!"
Algjör snilld!!!
2. Máltíð á Fiðlaranum. Algjör snilld. Fínn matur, góð þjónusta og frábært útsýni úr koníaksstofunni. Að vísu rauk kona úr Kópavogi á dyr eftir að hafa æst sig í rifrildi við eitthvað ókunnugt fólk og endaði á orðunum "farðu nú bara aftur í Biblíuskólann" en svo lét hún sjá sig fljótlega og virtist hafa náð sér niður.
3. Vélsmiðjan. Nýr staður sem var opnaður þar sem Pollurinn var áður og sá staður er virkilega flottur. Hljómsveit Pálma Gunnarssonar spilaði, og hafði ég gaman af enda hef ég alltaf haldið mikið upp á hann (við erum líka fjarskyldir). Þar lenti líka einn stjórnarmaður á séns með giftri konu (þessi stjórnarmaður er ekki giftur)...og fékk víst meira en séns hjá henni ef marka má sögurnar sem hann sagði daginn eftir.
4. Góður fundur með eiganda Ali-sportbar, sem er opinber samkomustaður Liverpool-klúbbsins á Akureyri. Við eigum eftir að verða í góðu samstarfi.
Þannig að þessi ferð tókst bara vel í alla staði, fyrir utan ******* úrslitin. Ótrúlegt hvað Graham Poll hefur eyðilagt marga leiki fyrir okkur.
0 comments
Það hefur það mikið gerst síðustu daga að enginn tími hefur gefist til að blogga. Þessum dögum verður því skipt í nokkra hluta til að gera færsluna auðlæsilegri.
Akureyri
Fjórir stjórnarmenn í Liverpool-klúbbnum, þar á meðal ég, lögðu leið sína til Akureyrar til að halda fánadag í kringum leik Liverpool og Man. Utd. Fyrir utan ömurleg og ósanngjörn úrslit leiksins tókst ferðin vel, bæði fyrir klúbbinn og suma stjórnarmeðlimi persónulega. Það kom ýmislegt til.
1. Við fórum á Kaffi Akureyri á föstudeginum og hittum þar breskan sjómann af einhverju skipi hjá Samherja sem var með mörg United húðflúr út um allt. Þessi maður er efni í heila færslu, sem verður kannski skrifuð síðar, en það minnisstæðasta var kannski nýja lagið sem hann kenndir okkur. Textinn er svona, sunginn við lagið Hey baby.
"Heeeeeeeeyyyy Lee Bowyer, (oohhh, aaahhh), we wanna knooooooow why you're not in jail!"
Algjör snilld!!!
2. Máltíð á Fiðlaranum. Algjör snilld. Fínn matur, góð þjónusta og frábært útsýni úr koníaksstofunni. Að vísu rauk kona úr Kópavogi á dyr eftir að hafa æst sig í rifrildi við eitthvað ókunnugt fólk og endaði á orðunum "farðu nú bara aftur í Biblíuskólann" en svo lét hún sjá sig fljótlega og virtist hafa náð sér niður.
3. Vélsmiðjan. Nýr staður sem var opnaður þar sem Pollurinn var áður og sá staður er virkilega flottur. Hljómsveit Pálma Gunnarssonar spilaði, og hafði ég gaman af enda hef ég alltaf haldið mikið upp á hann (við erum líka fjarskyldir). Þar lenti líka einn stjórnarmaður á séns með giftri konu (þessi stjórnarmaður er ekki giftur)...og fékk víst meira en séns hjá henni ef marka má sögurnar sem hann sagði daginn eftir.
4. Góður fundur með eiganda Ali-sportbar, sem er opinber samkomustaður Liverpool-klúbbsins á Akureyri. Við eigum eftir að verða í góðu samstarfi.
Þannig að þessi ferð tókst bara vel í alla staði, fyrir utan ******* úrslitin. Ótrúlegt hvað Graham Poll hefur eyðilagt marga leiki fyrir okkur.