<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, janúar 16, 2004

Fataskápurinn endurheimtur

Það urðu miklir fagnaðarfundir í gær þegar við gátum aftur farið að nota fataskápinn í herberginu okkar. En það er ennþá parketlaust í herberginu ásamt helmingnum af stofunni og hluta af eldhúsinu. Ég geri ráð fyrir að hægt verði að leggja parketið eftir helgi þannig að helgin fari að hluta í að tæma hillurnar í stofunni og taka þær sundur.

Þetta fer að verða dálítið þreytandi!!

Vikan...

...hefur að öðru leyti verið hefðbundin. Ég tók mig þó til og keypti mér jakkaföt, var reyndar búinn að fara í tvær búðir áður en ég endaði í útsölu hjá Dressman í Smáralind, þar sem ég keypti svört jakkaföt og skyrtu á rétt tæp 17 þúsund. Mjög góð kaup og loksins hefur maður eitthvað að fara í á öllum viðburðunum sem eru framundan (sem eru reyndar aðallega árshátíð Liverpool-klúbbsins og árshátíð Hafnarfjarðarbæjar).

Blaðið gekk bara sinn vanagang en trúlega er eitt athyglisverðasta verkefnið að taka viðtal við Iðnskólamenn og Flensborgarmenn í Gettu betur. Kom í ljós nokkuð ólíkt viðhorf til keppninnar hjá liðunum en keppni þessara liða á þriðjudaginn verður allavega fróðleg.

Svo er Reykjanesbrautardeilumálið komið upp alvarlega. Það verður skemmtilegt á bæjarstjórnarfundum á næstunni!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?