<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ósjálfstæði Fréttablaðsins

Er ég farinn að vinna sem blaðamaður á Fréttablaðinu? Maður skyldi halda það miðað við tvær fréttir sem birtust það í gær.

Í gær (minnir mig) birtist frétt um Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í Fréttablaðinu. Það skemmtilega við þá frétt er að hún er nánast eins og frétt sem ég skrifaði inn á vf.is um þessa sömu keppni. Aðeins einstaka orði er hnikað til, annars er hún nákvæmlega eins. Ef menn geta ekki komist að því sjálfir hvað sé að gerast í Gettu betur þá er annaðhvort mikil leti í gangi hjá blaðamönnum eða þá að ritstjórnin er stórlega undirmönnuð.

Það vakti líka athygli mína að á baksíðu Fjarðarpóstsins var sagt frá því að Menntaskólinn Hraðbraut væri á leið frá Hafnarfirði og þar vitnað í frétt í Fréttablaðinu í gær. Mér hefur ekki ennþá tekist að finna þessa frétt í Fréttablaðinu en hitt veit ég þó að ég var með frétt um þetta inn á vf.is á þriðjudaginn. Fjarðarpósturinn er því að vitna í fréttablaðið, sem fjallar um þetta í kjölfarið á minni umfjöllun. Það er naumast að maður er vinsæll þessa dagana.

Þetta endar með því að maður fer að krefja Fréttablaðið um höfundarréttargreiðslur vegna afnota af greinum mínum...en auðvitað er það líka upplífgandi að þeim finnist fréttirnar mínar það góðar að þeir vilji gera þær að sinni eign!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?