<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Sjónvarpið

Þegar maður er heima hjá sér á kvöldin er rétti tíminn til að horfa á sjónvarpið. Miðvikudagskvöldin eru eiginlega orðin bestu sjómvarpskvöldin þar sem ég horfi á bráðavaktina og Smack the Pony. Bráðavaktinn klikkar aldrei en mér fannst Smack the pony óvenju slakur í gær, eins og þetta eru nú yfirleitt frábærir þættir. Ég gafst hins vegar upp á að horfa á Ástþór í 70 mínútum enda fannst mér það ekki eins krassandi og efni stæðu til. Maður vaknaði aðeins þegar hann fór að tala um Davíð Oddsson sem rassasleikju Ameríkananna en síðan fjaraði það út.

Annars bíða mín núna að gera blaðið léttara....og ekki seinna vænna en að byrja á því strax.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?