<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 09, 2004

Skrítin helgi

Þessi helgi var að ýmsu leyti óvenjuleg. Heimsókn Jón og Jóa sem fyrirhuguð var á föstudaginn féll niður þannig að ég sat yfir sjónvarpinu með snakkpokann min og horfði á American Idol og svínasúpuna. Þegar ég sat við þessa iðju áttaði ég mig á því hvað var gríðarlega langt síðan ég hafði gert þetta síðast. Miðað við hvað þetta getur bætt mörgum kílóum á mann er vonandi langt þangað til ég geri það aftur. En þetta er notalegt öðru hverju.

Dagurinn eftir fór í að mynda 60 ára afmæli hestamannafélagsins Sörla, fara á bikarúrslitaleik í körfubolta sem Jói bauð mér á (því miður náði hann ekki að skora þriggja stiga körfu og vinna 100 þúsund kall en það gengur bara betur næst!!) og síðan að mynda ball með Brimkló og Pöpunum um kvöldið. Mikið stuð þar...en ég hefði ekki verið í stuði til að skemmta mér þar.

Sunnudagurinn var ljúfari og var ég búinn að sjá fyrir mér notalegt sjónvarpskvöld þar sem ég myndi horfa á helgarsportið, 24 og Popppunkt. Þetta klikkaði hins vegar þegar ég þurfti að fara niður í Álver og mynda vatnsleka. Þar sem ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir 24 varð ég hins vegar að horfa á upptöku af þættinum áður en ég færi að sofa...og því sofnaði ég seint og vaknaði grútsyfjaður í morgun. Gaman gaman!

Syfjan er að ná tökum á mér...orka ekki meira í bili

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?