<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 05, 2004

Bæjarstjórnarfundir...undarleg samkoma

Stundum kemst ég á þá skoðun að bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hljóti að vera þrasgjarnasta fólk landsins. Í gær sat ég bæjarstjórnarfund eins og ég geri venjulega, en ég er alvarlega að hugsa um að hætta að sitja þá í heild sinni, heldur aðeins að litlum hluta.

Ég vonaðist nefnilega til þess í gær að fundurinn yrði stuttur, enda ekki fyrirsjáanlegt að mikil hitamál yrðu til umræðu. En menn gátu fundir sér eitthvað til að ræða um fram eftir kvöldi þannig að fundurinn, sem byrjaði um kl. 5, stóð til kl. 11 um kvöldið þegar ég hafði vonast eftir því að honum yrði lokið fyrir kl. átta. M.a. var þrasað um útboð í klukkutíma, síðan um Hvaleyrarskólann (sem varð svo að öðru þrasi um útboð) í klukkutíma og að lokum tóku menn góðan eldhúsdag um Norðurbakkann þar sem menn urðu reyndar dálítið æstir. Einhvers staðar inn á milli var síðan góð umræða um af hverju mörkin á leiksvæðinu fyrir framan gamla Lækjarskólann voru tekin niður, sem er í sjálfu sér gott að ræða, en menn hljóta að geta gert það á styttri tíma.

Nú er ég yfirleitt frekar knappur þegar ég er að skrifa og skil því ekki hvernig menn geta talað í löngu máli um hluti sem þurfa ekki að vera flóknir. En það er greinilega töluvert gert af því þarna og menn missa sig gjarnan í eitthvað þras sem ætti að vera hægt að komast hjá. Nú hef ég ekki samanburð um hvernig þetta er t.d. á Alþingi eða öðrum bæjarstjórnum en ég hreinlega trúi því ekki að menn tali svona mikið í öðrum sveitarstjórnum. En kannski er það misskilningur hjá mér.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?