sunnudagur, júlí 25, 2004
Kominn, farinn og kominn aftur
Jæja, þá er ferðalögum lokið. Vikuferð með dóttur minni frá 2.-10. júlí, fyrst í Svignaskarð í þrjár nætur, þá í Eyjafjörð í fjórar nætur og að lokum Gautlönd í Mývatnssveit í eina nótt. Mjög fínt ferð og norðlenska blíðan skartaði sínu fegursta. Einstakt og líka gott að fá þennan tíma einn með Líf.
Síðan kom Rósa heim frá Köben og föstudaginn 16. júlí var svo haldið á Vestfirðina. Þar vorum við í viku í sumarbústað í Grónesi í Djúpafirði og þar var sama blíðan. Ég fékk meiri brúnan lit á húðina en ég hefði fengið á Spáni!
Það sem mér fannst reyndar skemmtilegast við þessa dvöl var að geta keyrt aðeins um Vestfirðina en við tókum einn dag í bíltúr (ég vildi hafa þá fleiri en kona og dóttir höfðu ekki jafn mikla þolinmæði fyrir bílsetu og ég, kannski skiljanlega). Við keyrðum þá um Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Af þessum þremur bæjum, sem eru í korters akstursfjarlægð frá hver öðrum, fannst mér Tálknafjörður mest spennandi, en við stoppuðum þar til að fara í sund. Trúlega hefur það eitthvað með það að gera að við ætluðum fyrst að fara í sund í Patreksfirði og vorum við það að borga uppsett verð þegar það kom upp úr afgreiðslukonunni að sundlaugin væri biluð en pottarnir virkuðu! Við þau tíðindi hættum við snarlega við og ákváðum að fara í sund á Tálknafirði og þar var mun veglegri sundlaug og umhverfið allt einhvern veginn meira aðlaðandi. Bæði Patreksfjörður og Bíldudalur fannst mér hafa hálf sorglegt yfirbragð, sérstaklega þó Patreksfjörður.
Það var hins vegar frábært að keyra leiðina og það er ekki spurning að landslagið í fjörðunum er með því fallegra á landinu. Fjöllin og firðirnir skörtuðu sínu fegursta og ég heillaðist mjög af því sem ég sá á milli bæjanna. Maður á eftir að skoða meira af þessu svæði síðar, það er alveg á hreinu.
En þetta frá er búið að vera frábært og afslappandi og maður kemur endurnærður til starfa síðar í vikunni.
0 comments
Jæja, þá er ferðalögum lokið. Vikuferð með dóttur minni frá 2.-10. júlí, fyrst í Svignaskarð í þrjár nætur, þá í Eyjafjörð í fjórar nætur og að lokum Gautlönd í Mývatnssveit í eina nótt. Mjög fínt ferð og norðlenska blíðan skartaði sínu fegursta. Einstakt og líka gott að fá þennan tíma einn með Líf.
Síðan kom Rósa heim frá Köben og föstudaginn 16. júlí var svo haldið á Vestfirðina. Þar vorum við í viku í sumarbústað í Grónesi í Djúpafirði og þar var sama blíðan. Ég fékk meiri brúnan lit á húðina en ég hefði fengið á Spáni!
Það sem mér fannst reyndar skemmtilegast við þessa dvöl var að geta keyrt aðeins um Vestfirðina en við tókum einn dag í bíltúr (ég vildi hafa þá fleiri en kona og dóttir höfðu ekki jafn mikla þolinmæði fyrir bílsetu og ég, kannski skiljanlega). Við keyrðum þá um Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Af þessum þremur bæjum, sem eru í korters akstursfjarlægð frá hver öðrum, fannst mér Tálknafjörður mest spennandi, en við stoppuðum þar til að fara í sund. Trúlega hefur það eitthvað með það að gera að við ætluðum fyrst að fara í sund í Patreksfirði og vorum við það að borga uppsett verð þegar það kom upp úr afgreiðslukonunni að sundlaugin væri biluð en pottarnir virkuðu! Við þau tíðindi hættum við snarlega við og ákváðum að fara í sund á Tálknafirði og þar var mun veglegri sundlaug og umhverfið allt einhvern veginn meira aðlaðandi. Bæði Patreksfjörður og Bíldudalur fannst mér hafa hálf sorglegt yfirbragð, sérstaklega þó Patreksfjörður.
Það var hins vegar frábært að keyra leiðina og það er ekki spurning að landslagið í fjörðunum er með því fallegra á landinu. Fjöllin og firðirnir skörtuðu sínu fegursta og ég heillaðist mjög af því sem ég sá á milli bæjanna. Maður á eftir að skoða meira af þessu svæði síðar, það er alveg á hreinu.
En þetta frá er búið að vera frábært og afslappandi og maður kemur endurnærður til starfa síðar í vikunni.