<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Á leið út úr bænum

Á morgun er ég að fara út úr bænum og þar með hefst langþráð sumarfrí.

Rósa er að fara til Kaupmannahafnar á málþing í stærðfræði (hmmm...) í fyrramálið og verður í tíu daga. Við Líf munu skemmta okkur utanbæjar þangað til. Fyrst mun leiðin á morgun liggja til Inga vinnufélaga míns en hann vinnur í sumar sem veiðivörður í Haffjarðará. Að lokinni þeirri heimsókn förum við svo í Svignaskarð þar sem við verðum í bústað hjá tengdapabba þangað til á mánudagsmorgun. Þá liggur leiðin norður í Eyjafjörðinn þar sem við verðum ásamt mömmu og Ellu systur hennar fram á föstudag.

Þetta verður mikið afslöppunarfrí og gaman að geta verið með Líf á þessum tíma. Aldrei að vita nema að maður heimsæki Elínu frænku mína sem er að vinna í Mývatnssveit. En í það minnsta verður þetta svakalega ljúft!

Síðan verð ég heima í viku og fer svo aftur út úr bænum í a.m.k viku...og í það skiptið með Rósu!

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?